Milljarður Rís í Hörpu: Þrjú óvænt atriði Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 13:00 Mætingin hefur verið frábær undanfarin ár. Mynd/Hörður Ásbjörnsson Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu á föstudaginn kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimsstyrjaldar. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og kynlífsþrælkun. Byltingin er haldin um allan heim og með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra. Það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar okkur. Þetta er í fjórða sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Við ætlum að veita þeim samstöðu og dansa af krafti. Hátt í 10 þúsund manns hafa komið saman síðastliðin fjögur ár og fylkt liði á dansgólfum landsins. „Í ár pússum við dansskóna enn betur og stígum baráttudans í Reykjavík, í Listasafninu Ketilhúsi á Akureyri, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Hljómahöllinni Reykjanesbæ, Íþróttahúsi Neskaupstaðar og Þekkingarsetrinu Nýheimar á Höfn í Hornafirði. UN Women á Íslandi skorar á alla; vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta með dansinn að vopni,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Í Hörpu heldur DJ Margeir dansgólfinu trylltu að vanda og gefa þrjú óvænt atriði tóninn. „UN Women og Sónar Reykjavík hvetja alla til að rísa upp fyrir heimi án ofbeldis, mæta með Fokk ofbeldi húfuna og vekja um leið fólk til vitundar um það ofbeldi og óöryggi sem konur á flótta búa við. Fokk ofbeldi húfam er fáanleg á 3.900 kr. í verslunum Eymundsson um land allt ef hún er ekki uppseld.“ Aðangur er ókeypis og hægt verður að leggja frítt við Hörpu á meðan fjörinu stendur en UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. Myllumerkið er #milljardurris16 og #fokkofbeldi Sónar Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu á föstudaginn kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimsstyrjaldar. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og kynlífsþrælkun. Byltingin er haldin um allan heim og með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra. Það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar okkur. Þetta er í fjórða sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Við ætlum að veita þeim samstöðu og dansa af krafti. Hátt í 10 þúsund manns hafa komið saman síðastliðin fjögur ár og fylkt liði á dansgólfum landsins. „Í ár pússum við dansskóna enn betur og stígum baráttudans í Reykjavík, í Listasafninu Ketilhúsi á Akureyri, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Hljómahöllinni Reykjanesbæ, Íþróttahúsi Neskaupstaðar og Þekkingarsetrinu Nýheimar á Höfn í Hornafirði. UN Women á Íslandi skorar á alla; vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta með dansinn að vopni,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Í Hörpu heldur DJ Margeir dansgólfinu trylltu að vanda og gefa þrjú óvænt atriði tóninn. „UN Women og Sónar Reykjavík hvetja alla til að rísa upp fyrir heimi án ofbeldis, mæta með Fokk ofbeldi húfuna og vekja um leið fólk til vitundar um það ofbeldi og óöryggi sem konur á flótta búa við. Fokk ofbeldi húfam er fáanleg á 3.900 kr. í verslunum Eymundsson um land allt ef hún er ekki uppseld.“ Aðangur er ókeypis og hægt verður að leggja frítt við Hörpu á meðan fjörinu stendur en UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. Myllumerkið er #milljardurris16 og #fokkofbeldi
Sónar Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira