David De Gea, markvörður Manchester United, verður ekki með liðinu í fyrri leiknum gegn Midtjylland í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hefst nú klukkan 18.00.
Spænski markvörðurinn meiddist í upphitun og eru meiðsli það alvarleg að hann getur ekki verið með í kvöld. Argentínumaðurinn Sergio Romero stendur vaktina í markinu í hans stað.
Þetta er enn eitt áfallið fyrir Manchester United sem er í miklum meiðslavandræðum, en í gær var greint frá því að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, verður frá í tvo mánuði vegna meiðsla á hné.
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, sagði svo frá því á blaðamannafundi í gær að hann væri með þrettán leikmenn á sjúkralistanum. Þeir eru nú orðnir fjórtán.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en einnig má fylgjast með honum hér.
De Gea meiddist í upphitun | Romero í markinu

Tengdar fréttir

Rooney frá næstu tvo mánuðina
Fyrirliði Manchester United hefur greinst með sködduð liðbönd í hné.

Van Gaal: Erum með 13 menn á sjúkralista og Rooney er einn af þeim
Knattspyrnustjóri Manchester United vildi ekki staðfesta hversu lengi fyrirliðinn verður frá keppni.