Dele Alli var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar Tottenham sótti Fiorentina heim í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.
Alli braut á varnarmanninum Nenad Tomovic eftir hálftíma leik og sparkaði svo í Serbann er hann lá á vellinum. Felix Zwayer, dómari leiksins, lyfti bara gula spjaldinu á loft og Alli slapp þar með skrekkinn.
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, sá atvikið ekki fyrr en á myndbandi en hann kvaðst ætla að eiga orð við Alli um það.
„Við verðum að reyna að leiðbeina honum. Hann er ungur leikmaður og á enn margt ólært um fótbolta á hæsta getustigi,“ sagði Pochettino en Alli er á sínu fyrsta tímabili hjá Tottenham eftir að hafa hafið ferilinn hjá MK Dons í C-deildinni.
„Þetta er fyrsta tímabilið hans með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom úr C-deildinni svo hann þarf að læra margt,“ bætti Pochettino við.
Leik Fiorentina og Tottenham lyktaði með 1-1 jafntefli. Nacer Chadli kom Spurs yfir með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir hálfleik en Filippo Fernardeschi jafnaði metin í 1-1 á 59. mínútu og þar við sat.
Pochettino: Alli á margt eftir ólært
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

