Bók um líf Önnu Margrétar: „Ekki var ég þroskaheftur, spastískur eða haldinn illvígum sjúkdómum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2016 12:30 Virkilega fróðleg saga. Vísir Anna Margrét Grétarsdóttir og Bryndís Júlíusdóttir safna nú fyrir útgáfu bókarinnar Hún er pabbi minn – Saga transkonu á Karolina Fund. Bryndís skrifar bókina en hún fjallar um líf Önnu Margrétar. Sagan er þroskasaga drengs og fjallar um Ágúst Má Grétarsson sem fæddist árið 1953. Ágúst er transkona og lýsir sagan ferðalagi hans og baráttu í gegnum hefðbundið hlutverk karlmanns í áratugi. Bókin er saga af ferðalagi einstaklings í gegnum lífið. Einstaklingi sem fæðist sem drengur en snemma á lífsleiðinni áttar hann sig á því að ekki er allt sem skyldi. Bókin lýsir vonbrigðum, vonum og draumum þessa einstaklings sem seint og síðar meir sér drauma sína rætast. Sagan lýsir lífshlaupi fullu af hræðslu og fordómum og baráttu Önnu Margrétar fyrir sjálfri sér. „Enginn gerir athugasemdir við heilbrigðan og hraustan strák. Ekki var ég þroskaheftur, spastískur eða haldinn illvígum sjúkdómum. Ég veit ekki heldur hvort hægt væri að kalla ástand mitt fötlun en það virkaði á mig sem mikil fötlun þegar á leið,“ segir Anna Margrét í bókinni. „Ég fæddist fullkomlega heilbrigður lítill drengur, óx úr grasi og var með eindæmum skapgóð alltaf brosandi og hlæjandi. Þetta var samt bara yfirborðið. Að vera lítill strákur og átta sig á því að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Að vera kynþroska unglingur og átta sig smátt og smátt á því að maður er stelpa. Að fara í gegnum öll fullorðisárin og leika hlutverk karlmanns. Ekkert af þessu er auðvelt og þetta er ekki það sem neinn myndi óska sér.“ Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Anna Margrét Grétarsdóttir og Bryndís Júlíusdóttir safna nú fyrir útgáfu bókarinnar Hún er pabbi minn – Saga transkonu á Karolina Fund. Bryndís skrifar bókina en hún fjallar um líf Önnu Margrétar. Sagan er þroskasaga drengs og fjallar um Ágúst Má Grétarsson sem fæddist árið 1953. Ágúst er transkona og lýsir sagan ferðalagi hans og baráttu í gegnum hefðbundið hlutverk karlmanns í áratugi. Bókin er saga af ferðalagi einstaklings í gegnum lífið. Einstaklingi sem fæðist sem drengur en snemma á lífsleiðinni áttar hann sig á því að ekki er allt sem skyldi. Bókin lýsir vonbrigðum, vonum og draumum þessa einstaklings sem seint og síðar meir sér drauma sína rætast. Sagan lýsir lífshlaupi fullu af hræðslu og fordómum og baráttu Önnu Margrétar fyrir sjálfri sér. „Enginn gerir athugasemdir við heilbrigðan og hraustan strák. Ekki var ég þroskaheftur, spastískur eða haldinn illvígum sjúkdómum. Ég veit ekki heldur hvort hægt væri að kalla ástand mitt fötlun en það virkaði á mig sem mikil fötlun þegar á leið,“ segir Anna Margrét í bókinni. „Ég fæddist fullkomlega heilbrigður lítill drengur, óx úr grasi og var með eindæmum skapgóð alltaf brosandi og hlæjandi. Þetta var samt bara yfirborðið. Að vera lítill strákur og átta sig á því að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Að vera kynþroska unglingur og átta sig smátt og smátt á því að maður er stelpa. Að fara í gegnum öll fullorðisárin og leika hlutverk karlmanns. Ekkert af þessu er auðvelt og þetta er ekki það sem neinn myndi óska sér.“
Menning Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira