Leiðtogar heims heita 1.300 milljörðum til lausnar flóttamannavandans Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 21:33 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er einn þeirra þjóðarleiðtoga hét því að heita fé til að mæta flóttamannavandanum. Vísir/EPA Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira