Píla Pína frumsýnd á fjölum Hofs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 10:30 "Við gerðum aðeins meira úr hetjunni okkar en í fyrri útgáfu og gáfum henni fleiri þrautir til að leysa,“ segir Sara sem bæði er leikstjóri og meðhöfundur nýrrar leikgerðar. Mynd/MAk „Píla pína er sýning fyrir alla á aldrinum 4 til 104 ára, ekta fjölskyldusýning,“ segir Sara Marti Guðmundsdóttir glaðlega um leikritið Pílu pínu sem frumsýnt verður á morgun klukkan 14 í Hofi á Akureyri. Hún segir þar öllu tjaldað til og lýsir meðal annars tilkomumiklu vídeói eftir Inga Bekk sem virkar sem leikmynd. „Við erum með risaskjá bak við sviðið með teiknimyndum sem segja okkur hvar við erum, og fer með okkur niður í holur og yfir hóla og hæðir.“ Heiðdís Norðfjörð samdi söguna um hagamúsina Pílu pínu, óf hana utan um ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og hún og Ragga Gísla sömdu lög við ljóðin sem komu út á plötu 1980. Heiðdís skrifaði líka leikgerð sem búin er að liggja í skúffu í áratugi að sögn Söru. „Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri gróf efnið upp, vissi hversu vandað það er og mikið „költ“ og bauð mér að líta á það. Ég og bekkjarsystir mín úr leiklistarskólanum, Sigrún Huld Skúladóttir, unnum nýja leikgerð sem er í takt við samtímann en við vorum þó trúar texta Heiðdísar. Píla pína kemst að því í upphafi að mamma hennar er döpur vegna þess að hún þurfti að flýja stríð þegar kötturinn kom og hún veit ekkert hvað varð um fjölskylduna svo litla músin leggur í ferðalag til að reyna að finna hana. Við gerðum aðeins meira úr hetjunni okkar en í fyrri útgáfu og gáfum henni fleiri þrautir að leysa.“Píla pína lendir í ýmsum hremmingum, hér er það krummi sem ógnar henni. Mynd/MAkSara kveðst handviss um að leikritið eigi eftir að vekja spurningar hjá börnum og skapa samtal milli þeirra og foreldranna. „Textarnir halda sér og öll lögin sem voru á plötunni. Nokkrir sem hafa labbað inn á æfingar sperra eyrun þegar þeir heyra lögin, muna eftir þeim frá því „í gamla daga“ og fyllast gleði. Við erum með kór og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í tónlistarflutningnum með leikurunum, þar sem Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir er í titilhlutverkinu og Þórunn Lárusdóttir leikur mömmuna. Þetta er viðamesta sýningin hér á Akureyri í vetur og fyrsta stóra verkefnið sem unnið er af Menningarfélagi Akureyrar – MAk sem varð til eftir sameiningu sinfóníunnar, leikfélagsins og Hofs,“ segir Sara og bendir á síðuna mak.is. Leikendur í Pílu pínu eru: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Saga Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Freysteinn Sverrisson og Jón Páll Eyjólfsson. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Píla pína er sýning fyrir alla á aldrinum 4 til 104 ára, ekta fjölskyldusýning,“ segir Sara Marti Guðmundsdóttir glaðlega um leikritið Pílu pínu sem frumsýnt verður á morgun klukkan 14 í Hofi á Akureyri. Hún segir þar öllu tjaldað til og lýsir meðal annars tilkomumiklu vídeói eftir Inga Bekk sem virkar sem leikmynd. „Við erum með risaskjá bak við sviðið með teiknimyndum sem segja okkur hvar við erum, og fer með okkur niður í holur og yfir hóla og hæðir.“ Heiðdís Norðfjörð samdi söguna um hagamúsina Pílu pínu, óf hana utan um ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og hún og Ragga Gísla sömdu lög við ljóðin sem komu út á plötu 1980. Heiðdís skrifaði líka leikgerð sem búin er að liggja í skúffu í áratugi að sögn Söru. „Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri gróf efnið upp, vissi hversu vandað það er og mikið „költ“ og bauð mér að líta á það. Ég og bekkjarsystir mín úr leiklistarskólanum, Sigrún Huld Skúladóttir, unnum nýja leikgerð sem er í takt við samtímann en við vorum þó trúar texta Heiðdísar. Píla pína kemst að því í upphafi að mamma hennar er döpur vegna þess að hún þurfti að flýja stríð þegar kötturinn kom og hún veit ekkert hvað varð um fjölskylduna svo litla músin leggur í ferðalag til að reyna að finna hana. Við gerðum aðeins meira úr hetjunni okkar en í fyrri útgáfu og gáfum henni fleiri þrautir að leysa.“Píla pína lendir í ýmsum hremmingum, hér er það krummi sem ógnar henni. Mynd/MAkSara kveðst handviss um að leikritið eigi eftir að vekja spurningar hjá börnum og skapa samtal milli þeirra og foreldranna. „Textarnir halda sér og öll lögin sem voru á plötunni. Nokkrir sem hafa labbað inn á æfingar sperra eyrun þegar þeir heyra lögin, muna eftir þeim frá því „í gamla daga“ og fyllast gleði. Við erum með kór og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í tónlistarflutningnum með leikurunum, þar sem Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir er í titilhlutverkinu og Þórunn Lárusdóttir leikur mömmuna. Þetta er viðamesta sýningin hér á Akureyri í vetur og fyrsta stóra verkefnið sem unnið er af Menningarfélagi Akureyrar – MAk sem varð til eftir sameiningu sinfóníunnar, leikfélagsins og Hofs,“ segir Sara og bendir á síðuna mak.is. Leikendur í Pílu pínu eru: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Saga Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Freysteinn Sverrisson og Jón Páll Eyjólfsson.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira