Matargleði Evu: Dýrindis vatnsdeigsbollur - uppskrift Tinni Sveinsson skrifar 7. febrúar 2016 10:38 Nú er bolludagurinn handan við hornið og af því tilefni var sérstakt bolluþema í síðasta þætti Evu Laufeyjar, Matargleði, sem sýndur var á Stöð 2. Uppskriftirnar eru að finna hér fyrir neðan. Vatnsdeigsbollur 10 - 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: 1. Hitið ofninn í 200°C. (blástur) 2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 - 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. 3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. 4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. 5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. 6. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Nutella - og bananarjómi 4 dl rjómi 1 banani 3 msk. Nutella Aðferð: 1. Þeytið rjóma. 2. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli. 3. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif. Jarðberjafyllingin er skemmtileg viðbót. Jarðarberjafylling 1 askja jarðarber (10 - 12 stk) 4 dl rjómi 2 tsk. flórsykur Aðferð: 1. Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. 2. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin. 3. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif. Bolludagur Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Nú er bolludagurinn handan við hornið og af því tilefni var sérstakt bolluþema í síðasta þætti Evu Laufeyjar, Matargleði, sem sýndur var á Stöð 2. Uppskriftirnar eru að finna hér fyrir neðan. Vatnsdeigsbollur 10 - 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: 1. Hitið ofninn í 200°C. (blástur) 2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 - 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. 3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. 4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. 5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. 6. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Nutella - og bananarjómi 4 dl rjómi 1 banani 3 msk. Nutella Aðferð: 1. Þeytið rjóma. 2. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli. 3. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif. Jarðberjafyllingin er skemmtileg viðbót. Jarðarberjafylling 1 askja jarðarber (10 - 12 stk) 4 dl rjómi 2 tsk. flórsykur Aðferð: 1. Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. 2. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin. 3. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif.
Bolludagur Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira