Samt er hún sólgin í enn einn daginn Brynhildur Björnsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 13:30 Bækur Tvöfalt gler Halldóra Thoroddsen 79 síður Sæmundur 2016, frumútgefin í tímaritröðinni 1005 árið 2015 Kápa: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Prentuð í Odda Það skiptir ekki máli hvað saga er löng. Ef hún er góð þá má hún vera eins löng eða stutt og hún þarf enda ekki hægt að festa hluti eins og orðsnilld og lesnautn í mælieiningar á borð við flatarmál, þyngd eða fjölda atkvæða. Auðvitað er mörgum höfundum tamast að skrifa langan texta og er það vel en stundum er líka kærkomið að fá í hendur stutta skáldsögu sem segir allt sem segja þarf og er eins stór eða smá og efnið og höfundurinn vilja. Það finnast kostir í því, bæði fyrir lesendur og höfunda að þeir síðarnefndu komi sínu til skila í fáum orðum sem valin eru af kostgæfni. Í þannig sögu getur lesandinn gefið sér tíma til að leggja bókina frá sér oftar, smjatta á og velta fyrir sér án þess að það komi niður á framvindufylgni eða ytri tímarömmum. Halldóra Thoroddsen er einn þeirra rithöfunda sem tengjast lesendum einstaklega fallega með fáum orðum, eftirminnileg er bók hennar 90 sýni úr minni mínu sem kom út 2002 og inniheldur örsögur og minningabrot sem eru dregin í myndir sem standa lesendum ljóslifandi fyrir hugskotsjónum. Tvöfalt gler, sem hlaut Fjöruverðlaunin á dögunum í flokki fagurbókmennta, er sannarlega skáldsaga þó hún nái ekki hundrað síðum í litlu broti. Umfjöllunarefnið er fágætt, saga sem sjaldan er sögð. Við fréttum ekki mikið um daglegt líf þeirra sem komnir eru yfir sjötugt nema ef þeir gera eitthvað sem kemur á óvart miðað við aldur, eins og að gefa út popplag eða ná árangri í íþróttum eða þeir nái að verða aldargamlir og þá spyrjum við hvernig þeir fóru eiginlega að því. Á árunum milli sjötugs og hundrað ára afmæla gerist auðvitað ýmislegt og aldnir eru ekki einsleitur hópur heldur hafa orðið alls konar, ekki síst á síðustu árum þar sem sú kynslóð sem nú er að komast á þennan aldur hafði meira að segja um líf sitt en þær sem á undan fóru. Söguhetjan í bókinni er á tímamótum, kona á áttræðisaldri sem hefur nýlega misst manninn sinn og finnur að því lífi sem hún þekkir er að ljúka, vinir hennar deyja einn af öðrum, líkaminn gefur sig hægt og bítandi. Samt er hún sólgin í enn einn daginn, eins og segir í bókinni því lífið er ekki búið, hún hugsar enn og hefur skoðanir og áhuga, fylgist með heimsmálum, verður ástfangin af jafnaldra og upplifir fordóma umhverfisins gagnvart ást sem er ekki ætluð til framleiðni heldur aðeins ánægju. Halldóru Thoroddsen tekst snilldarfallega að draga upp skýra mynd af aðalpersónunni og lífi hennar, bæði fortíð, nútíð og mögulega framtíð sem er sú eina framtíð sem nokkur getur gengið að vísri. Öðru hvoru fleygast textinn með núvitund, lýsingum á því sem fyrir augu ber, daglegum athöfnum, svo við fáum enn betri tilfinningu fyrir tímanum og muninum á ytra og innra lífi persónunnar. Þetta er bók sem fer vel í vitund, hendi og tösku, veltir upp spurningum og gefur nýtt og dýrmætt sjónarhorn og ég vona að hún eigi eftir að rata í sem flestar.Niðurstaða: Falleg, áhugaverð og skemmtileg skáldsaga sem gefur dýrmætt sjónarhorn. Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Tvöfalt gler Halldóra Thoroddsen 79 síður Sæmundur 2016, frumútgefin í tímaritröðinni 1005 árið 2015 Kápa: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Prentuð í Odda Það skiptir ekki máli hvað saga er löng. Ef hún er góð þá má hún vera eins löng eða stutt og hún þarf enda ekki hægt að festa hluti eins og orðsnilld og lesnautn í mælieiningar á borð við flatarmál, þyngd eða fjölda atkvæða. Auðvitað er mörgum höfundum tamast að skrifa langan texta og er það vel en stundum er líka kærkomið að fá í hendur stutta skáldsögu sem segir allt sem segja þarf og er eins stór eða smá og efnið og höfundurinn vilja. Það finnast kostir í því, bæði fyrir lesendur og höfunda að þeir síðarnefndu komi sínu til skila í fáum orðum sem valin eru af kostgæfni. Í þannig sögu getur lesandinn gefið sér tíma til að leggja bókina frá sér oftar, smjatta á og velta fyrir sér án þess að það komi niður á framvindufylgni eða ytri tímarömmum. Halldóra Thoroddsen er einn þeirra rithöfunda sem tengjast lesendum einstaklega fallega með fáum orðum, eftirminnileg er bók hennar 90 sýni úr minni mínu sem kom út 2002 og inniheldur örsögur og minningabrot sem eru dregin í myndir sem standa lesendum ljóslifandi fyrir hugskotsjónum. Tvöfalt gler, sem hlaut Fjöruverðlaunin á dögunum í flokki fagurbókmennta, er sannarlega skáldsaga þó hún nái ekki hundrað síðum í litlu broti. Umfjöllunarefnið er fágætt, saga sem sjaldan er sögð. Við fréttum ekki mikið um daglegt líf þeirra sem komnir eru yfir sjötugt nema ef þeir gera eitthvað sem kemur á óvart miðað við aldur, eins og að gefa út popplag eða ná árangri í íþróttum eða þeir nái að verða aldargamlir og þá spyrjum við hvernig þeir fóru eiginlega að því. Á árunum milli sjötugs og hundrað ára afmæla gerist auðvitað ýmislegt og aldnir eru ekki einsleitur hópur heldur hafa orðið alls konar, ekki síst á síðustu árum þar sem sú kynslóð sem nú er að komast á þennan aldur hafði meira að segja um líf sitt en þær sem á undan fóru. Söguhetjan í bókinni er á tímamótum, kona á áttræðisaldri sem hefur nýlega misst manninn sinn og finnur að því lífi sem hún þekkir er að ljúka, vinir hennar deyja einn af öðrum, líkaminn gefur sig hægt og bítandi. Samt er hún sólgin í enn einn daginn, eins og segir í bókinni því lífið er ekki búið, hún hugsar enn og hefur skoðanir og áhuga, fylgist með heimsmálum, verður ástfangin af jafnaldra og upplifir fordóma umhverfisins gagnvart ást sem er ekki ætluð til framleiðni heldur aðeins ánægju. Halldóru Thoroddsen tekst snilldarfallega að draga upp skýra mynd af aðalpersónunni og lífi hennar, bæði fortíð, nútíð og mögulega framtíð sem er sú eina framtíð sem nokkur getur gengið að vísri. Öðru hvoru fleygast textinn með núvitund, lýsingum á því sem fyrir augu ber, daglegum athöfnum, svo við fáum enn betri tilfinningu fyrir tímanum og muninum á ytra og innra lífi persónunnar. Þetta er bók sem fer vel í vitund, hendi og tösku, veltir upp spurningum og gefur nýtt og dýrmætt sjónarhorn og ég vona að hún eigi eftir að rata í sem flestar.Niðurstaða: Falleg, áhugaverð og skemmtileg skáldsaga sem gefur dýrmætt sjónarhorn.
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira