Fótbolti

Kroos með 850.000 krónur í mánaðarlaun en fær samt einn og hálfan milljarð á ári

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Toni Kroos fær vel borgað.
Toni Kroos fær vel borgað. vísir/getty
Samningur þýska landsliðsmannsins Toni Kroos við spænska stórliðið Real Madrid hefur verið opinberaður á lekasíðu Football Leaks.

Þessi vefsíða, sem er fljótt orðin afskaplega óvinsæl hjá knattspyrnufélögum heimsins, hefur áður birt samninga leikmanna á borð við Gareth Bale, Radamel Falcao, Mesut Özil og Anthony Martial.

Síðan er undir rannsókn núna af portúgölskum yfirvöldum ásökuð um að hafa beitt fjárkúgunum.

Fram kemur í samningi Kroos, sem má sjá hér, að riftunarverð hans eru litlar 300 milljónir evra. Spænska liðið ætlar greinilega ekki að missa Þjóðverjann frá sér frekar en það vill.

Laun Kroos eru nokkuð flókin en grunnlaun hans á mánuði eru „aðeins“ 6.000 evrur eða 850.000 krónur. Þegar bónusar og árangurstengdar greiðslur voru teknar inn í launapakkann á síðasta ári stóð Þjóðverjinn uppi með 11,3 milljónir evra eða 1,6 milljarða króna.

Þrátt fyrir að vera bara með 850.000 krónur í grunnlaun fær Toni Kroos ríflega einn og hálfan milljarð á ári til ársins 2020 þegar samningur hans við Real Madrid rennur út.


Tengdar fréttir

Real Madrid vildi ekki styggja Ronaldo

Ný gögn sýna að Gareth Bale sé í raun dýrasti knattspyrnumaður heims, þó svo að Real Madrid hafi reynt að fela það.

Kostar Chelsea ekki krónu

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao er á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni en margir eru eflaust búnir að gleyma því að hann er enn leikmaður Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×