Þetta er djöfulskapur sem eykst með aldrinum Magnús Guðmundsson skrifar 30. janúar 2016 10:00 Jón Ásgeirsson tónskáld. Visir/Anton Brink Ég er bara að yrkja um ástina og djöfulskapinn í kringum hana. Saga Vatnsenda-Rósu er greining á samfélaginu og stéttarmuninum eins og hann var,“ segir Jón um óperuna sem liggur nánast fullskrifuð á borðinu fyrir framan hann og heldur áfram: „Ég notast við tvær Gróur sem segja söguna og sannleikurinn er sá að þegar ég fór að skoða söguna þá er sterkara að heyra manneskju segja frá aftökunni en að lýsa henni. Það gerir þetta mannlegra og áhrifaríkara. En óperan hefst með aríu þar sem Vatnsenda-Rósa ber saman ástina og vorið. Ég stefni að því að klára verkið í sumar í síðasta lagi. Þetta eru fjörutíu atriði í það heila þannig að þetta er mikil vinna. Mín gæfa var að ég var svo heppinn með mína konu. Hún hafði alltaf svo mikinn áhuga á því að ég stæði mig sem tónskáld og hvatti mig mikið. Áður en hún dó þá var hún alltaf að spyrja mig: „Hvernig gengur með peruna?“ En það kölluðum við óperuna okkar á milli. En svo dó hún elskan mín og ég sakna hennar óskaplega mikið. Hún féll frá fyrir tveimur árum og ég lofaði henni því að ég mundi klára þetta og ég geri það fyrir hana. Þegar hún var að skamma mig þá var það fyrir að vera ekki nógu frekur gagnvart klíkunum í kringum mig. En ég varð ekki var við neinar klíkur, sennilega er það bara greindarskortur, því ég bara óð áfram.“Ætlarðu ekki að lyfta þér Jón var kvæntur Elísabetu Þorgeirsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Ættir sínar og upphaf rekur Jón vestur til Ísafjarðar. „Þetta er afi minn.“ Segir Jón og dregur fram mynd af virðulegum aldamótamanni í faðmi fjölskyldu sinnar. „Kallaður Jón Þórðarson kinda og kúa. Hann fékk að starfa sem dýralæknir þó svo að hann hafi aldrei lært dýralækningar en hann kunni latínu. Hugsaðu þér, bóndi sem kunni latínu. Málið var að Kristján Eldjárn gamli var vinnumaður hjá honum og hafði fyrir sig að leggja og hestinn sinn og að prestur kenndi honum latínu. Annað kaup fékk hann ekki og afi naut þess og lærði líka latínuna. En þetta er móðir mín og þú sérð að þessar stelpur eru allar meira og minna eins, það er svo sterkur kvensvipurinn í þessari ætt enda kvenleggurinn það eina sem er hægt að stóla á. Ég vil reyndar meina að íslenskar konur hafi alltaf verið spólgraðar, þetta er ekki hægt öðruvísi. Það eru svo margar góðar sögur eins og til að mynda Vatnsenda-Rósa sem ganga vart upp öðruvísi. Það minnir mig á fallega sögu af ferðamanni sem fékk gistingu á bóndabæ hjá eldri hjónum einhvern tímann á síðustu öld. Karl og kerling setja hann niður handan við þilið þar sem þau sváfu sjálf og hann heyrir þar sem þau hjónin eru að koma sér í háttinn. Karlinn með blæstri og fyrirgangi en minna fór fyrir henni. Svo þegar þau eru búin að koma sér fyrir þá segir kerlingin: „Ætlarðu ekki að lyfta þér Jón minn?“ Þetta er fallega sagt hjá henni en karl var nú ekki lengi til svars og sagði: „Ég held ég fái mér nú í nefið fyrst.“ Þetta er svo fallega orðað, að lyfta sér, að það er ekkert klám í þessu. Það breytir öllu hvernig við orðum hlutina.Skúlason en ekki Ásgeirsson Í föðurætt er ég kominn frá Eiríki á Brúnum, sem talinn er vera fyrirmyndin að Steinari í Hlíðum undir Steinahlíðum í Paradísarheimt Laxness , en hann hlóð garð í kringum túnið og þótti fallegt. Þetta var langafi minn í föðurætt. Eiríkur á Brúnum átti son sem hét Skúli og var úrsmiður á Ísafirði. Það var hann sem smíðaði kistlana frægu. Þessi maður var afi minn. Ég og systir mín, Áslaug Skúladóttir, sem valdi að hafa rétt föðurnafn, en ég ætti með réttu að vera Skúlason en ekki Ásgeirsson, erum börn Skúla Skúlasonar sem var sonarsonur Eiríks. Skúli þessi var lausamaður og átti þrjú börn sem hann vildi ekki viðurkenna. Hann var ríðandi út um allar jarðir og spilaði þess á milli á fiðlu á böllum. En hvort tónlistin í mér er komin frá honum veit ég ekkert um. Get hvorki fullyrt það né neitað því. Ásgeir sem ég er kenndur við lést tveimur árum áður en ég fæddist og þótt ýmislegt sé nú sérstakt fyrir vestan þá gengur það ekki upp – ekki einu sinni fyrir vestan. Þannig að mamma skírði mig Jón Gunnar Ásgeirsson því hún hafði búið með Ásgeiri og átt með honum tvo stráka, þá Kjartan og Guðmund. Það eru bræður mínir og við ólumst upp saman og ég leit alltaf á þá sem albræður mína.“ Jón var fyrstu fjögur ár ævinnar vestur á Ísafirði en þá flutti fjölskyldan suður til Reykjavíkur. Honum er þó einnig minnisstæður sá tími sem hann var í sveit austur í Öræfasveit. „Fyrst var ég í Bölta í Skaftafelli, en síðar var ég að Sandfelli hjá hreppstjóranum og svo var ég í skóla að Hofi og líka að Svínafelli. Enda hefur fólkið þar eðlilega alltaf litið á mig sem Öræfing. Að Hofi var ég á bæ sem hét Kot og þar var gömul kona sem var alveg rosalega góð við mig. Það er gott fólk í Öræfasveit.“Bankaði upp á hjá Páli Allt frá unga aldri sótti Jón í tónlistina en það var ekki sjálfgefið á þeim tíma að ungur drengur í Reykjavík gæti sótt sér tónlistarnám. „Austur í Öræfum, þegar ég var að Sandfelli, þá hafði ég það embætti að skilja mjólkina. Þá hvein svo skemmtilega í skilvindunni að ég söng alltaf með. Ég söng alltaf frá því að ég var smástrákur og svo kom orgel á heimilið. Þá lærði ég nóturnar af sjálfum mér og gat spilað alþýðulögin öll úr sálmabókinni reiprennandi. En svo tók ég upp á því að fara til Páls Ísólfssonar, banka upp á hjá honum klukkan átta um kvöld, tíu ára pjakkur. Þarna stóð ég, þessi litli maður, þegar þessi stóri belgur sem hann var kemur til dyra og ég stundi upp að mig langaði til þess að læra á orgel. „Jæja vinur minn,“ sagði Páll og bauð mér til stofu og sagði við mig: „Ég reyndar kenni ekki byrjendum en ég skal útvega þér góðan kennara. Þú skalt koma niðrí dómkirkju á morgun klukkan ellefu. Ég verð þar að spila við jarðarför og ég skal svo labba með þér til mannsins sem tekur við þér og vera búinn að tala við hann.“ Það var Kristinn Ingvarsson sem var organisti í bæði fríkirkjunni og dómkirkjunni. Aldeilis undursamlega góður maður.Stóri vendipunkturinn Ég byrjaði hjá Kristni tíu ára gamall og var svo farinn að baksa við að búa til lög svona tólf til fjórtán ára. Þegar ég var að sýna honum það sem ég var búinn að vera að semja þá sagði ég alltaf við hann að ég hefði fundið þetta í bók. Hann sá náttúrulega í gegnum það en lét samt á engu bera og benti mér svona á eitt og annað sem betur mætti fara við lagasmíðina. Svo ef honum þótti líða langt á milli hjá mér þá spurði hann mig bara: „Hefurðu ekkert séð í bókum nýlega?“ Þetta er fallegt enda var þetta mjög góður maður. Svo var haldin samkeppni um þjóðhátíðarlögin og þá fæ ég þá hugmynd að taka þátt en var nú ekki nema fjórtán eða fimmtán ára. Mamma náði í ljóðin fyrir mig og ég sem við eitthvað af þeim og það náttúrulega gekk ekkert. En Kristinn Ingvarsson var fenginn af nefndinni til þess að afrita allar innsendingar svo dómnefndin þekkti ekki hver hefði sent hvað inn. Kristinn þekkti strax mitt efni, hringdi í mömmu og sagði henni að hún verði að gjöra svo vel og senda þennan strák í skóla. Það var vendipunkturinn. Í framhaldinu fór ég og skráði mig í tónfræði og tónsmíði í Tónlistarskóla Reykjavíkur og er settur í tíma hjá Kalla Run sem sagði nú fljótlega við mig: „Heyrðu, þú kannt þetta. Þú þarft ekkert að vera hjá mér.“ Og Kalli braust í því að koma mér á Urbancic og þar hitti ég fyrir Ragnar Björnsson, Guðmund Gilsson og fleiri sem voru þarna að semja fúgur og ég lendi þarna inni í alveg rosalegri smiðju en var samt bara fimmtán ára. Ég var í sjö ár þarna hjá Urba og lærði mikið. Svo var ég líka í píanói hjá Árna Kristjánssyni, hann var gáfaður listamaður, sem kenndi mér alveg ótrúlega hluti áður en ég fór svo í meira nám til Englands.“Núna er ég praktískur Jón segir að hann sé búinn að vera að vinna að óperunni um Vatnsenda-Rósu í þrjú ár en nú eygi hann að klára verkið. „Ég er að verða búinn að skrifa þetta en svo á ég eftir að skrifa þetta út fyrir strengina en það er eitthvað sem maður gengur bara beint í, ólíkt því þegar maður er að semja, en þá koma alltaf einhver stopp og svo ryðst þetta út. Það eru þrjú, fjögur atriði eftir. Aðalátakakaflarnir og svo aftakan á Agnesi sem birtist svo í bæninni sem þau syngja. Þessa bæn samdi ég þegar ég var að jarða konuna mína. Þetta er svona smá sálmur sem er stundum verið að panta hjá mér en ég stækka hann að forminu til í óperunni. Það er við hæfi að ég ljúki þessu verki með því sem ég samdi til hennar og fyrir hana.“ Það er stórtækt og kostnaðarsamt að setja upp óperusýningar en Jón virðist ekki vera mikið að velta því fyrir sér hvernig eigi eftir að ganga að koma verkinu á fjalirnar. „Það verður bara að koma í ljós. Ég lét Íslensku óperuna fá Möttulsögu en hún er dáldið stór, margir söngvarar og svona og Stefán Baldursson þorði nú ekki að fara í hana. En svo veit ég ekki hvernig nýi stjórnandinn er. En það er ekki íslensk ópera nema að það sé að hluta til fluttar íslenskar óperur. En núna er ég svo praktískur í Vatnsenda-Rósu að ég er bara með strengi í hljómsveitinni. Enga lúðra og ekki einu sinni trommu. Ég held voðalega mikið upp á strengi og Urbancic kenndi mér að skrifa fyrir strengi. Hann hafði enga kennslubók svo hann kom alltaf með verk og lét mig lesa yfir. Ég man að eitt sinn kom hann með eitt mest avant garde verk sem þá var til, Pierrot Lunaire eftir Schoenberg, og sagði við mig: „Þetta er brjáluð músík, eftir brjálaðan mann, um brjálað fólk. Ég er alveg viss um að þú hefur gaman af því,“ segir Jón og skellihlær. „En stóra málið er að þessi þörf fyrir að vera að semja tónlist er djöfulskapur sem eykst með aldrinum.“Uppáhalds og Maístjarnan Aðspurður hvort Jón eigi sér uppáhaldsverk af öllu því sem hann hefur samið í gegnum árin þá segir hann það nú vera. „Já, það eru sönglögin tíu við ljóðin í Svartálfadansi eftir Stefán Hörð Grímsson. Stefán var sérvitringur og ég bankaði upp á hjá honum til að fá leyfi til þess að fara í þetta verk. Kom svo til hans næst þegar verkið var fullklárað og komið út og þá sagði hann við mig: „Þetta er nú dáldið stórt hjá þér.“ En þetta er engin vögguvísa – það er alveg víst. Ég er líka ánægður með kórverkið við Tímann og vatnið og svo held ég líka alltaf upp á strengi eins og ég sagði.“ En Jón hefur líka samið yfir hundrað sönglög á sínum ferli og þar af er Maístjarnan líkast til þekktust. „Já, hún sló í gegn í leikritinu og hefur lifað vel síðan. Ég vann nefnilega talsvert í Þjóðleikhúsinu. En minn gamli kennari Viktor Urbancic var tónlistarstjóri í Þjóðleikhúsinu og notaði mig til þess að spila undir á æfingum og skrifa upp raddir. Þetta var helvíti góð vinna og svo vann ég líka talsvert fyrir útvarpið og reyndar líka kvikmyndir. En hvað varðar Maístjörnuna þá hafði ég óneitanlega gaman af því að kynnast Halldóri. Ég man reyndar að einu sinni var ég að spila lagið við ljóðið um Sigurð Breiðjörð á æfingu fyrir leikara og þá kom Halldór til mín og laumaði að mér: „Hvar stalstu þessu?“ Hann var mikill karakter og hafði húmorinn í lagi. En það var nú reyndar þannig að menn kunnu ekki Maístjörnuna, hún var alveg gleymd, og Halldór var afskaplega ánægður með hversu mikið og gott líf ljóðið öðlaðist við lagið. Nú kunna þetta fimm ára börn, bæði lag og ljóð. Ég man að vinstrimenn voru alltaf að syngja þetta og svo hafði Alþýðusambandið gefið þetta út á nótnabók þar sem Maístjarnan var með lagi eftir Atla Heimi. En svo er farið að syngja og spilarinn spilar forspilið að Atla Heimi en svo söng fólkið lagið mitt og spilarinn fékk ekkert við ráðið,“ segir Jón og hlær prakkaralega, örlítið ósvífinn eins strákurinn sem bankaði upp á hjá Páli Ísólfssyni fyrir einum sjötíu og sjö árum af því að hann langaði svo að læra á orgel. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég er bara að yrkja um ástina og djöfulskapinn í kringum hana. Saga Vatnsenda-Rósu er greining á samfélaginu og stéttarmuninum eins og hann var,“ segir Jón um óperuna sem liggur nánast fullskrifuð á borðinu fyrir framan hann og heldur áfram: „Ég notast við tvær Gróur sem segja söguna og sannleikurinn er sá að þegar ég fór að skoða söguna þá er sterkara að heyra manneskju segja frá aftökunni en að lýsa henni. Það gerir þetta mannlegra og áhrifaríkara. En óperan hefst með aríu þar sem Vatnsenda-Rósa ber saman ástina og vorið. Ég stefni að því að klára verkið í sumar í síðasta lagi. Þetta eru fjörutíu atriði í það heila þannig að þetta er mikil vinna. Mín gæfa var að ég var svo heppinn með mína konu. Hún hafði alltaf svo mikinn áhuga á því að ég stæði mig sem tónskáld og hvatti mig mikið. Áður en hún dó þá var hún alltaf að spyrja mig: „Hvernig gengur með peruna?“ En það kölluðum við óperuna okkar á milli. En svo dó hún elskan mín og ég sakna hennar óskaplega mikið. Hún féll frá fyrir tveimur árum og ég lofaði henni því að ég mundi klára þetta og ég geri það fyrir hana. Þegar hún var að skamma mig þá var það fyrir að vera ekki nógu frekur gagnvart klíkunum í kringum mig. En ég varð ekki var við neinar klíkur, sennilega er það bara greindarskortur, því ég bara óð áfram.“Ætlarðu ekki að lyfta þér Jón var kvæntur Elísabetu Þorgeirsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Ættir sínar og upphaf rekur Jón vestur til Ísafjarðar. „Þetta er afi minn.“ Segir Jón og dregur fram mynd af virðulegum aldamótamanni í faðmi fjölskyldu sinnar. „Kallaður Jón Þórðarson kinda og kúa. Hann fékk að starfa sem dýralæknir þó svo að hann hafi aldrei lært dýralækningar en hann kunni latínu. Hugsaðu þér, bóndi sem kunni latínu. Málið var að Kristján Eldjárn gamli var vinnumaður hjá honum og hafði fyrir sig að leggja og hestinn sinn og að prestur kenndi honum latínu. Annað kaup fékk hann ekki og afi naut þess og lærði líka latínuna. En þetta er móðir mín og þú sérð að þessar stelpur eru allar meira og minna eins, það er svo sterkur kvensvipurinn í þessari ætt enda kvenleggurinn það eina sem er hægt að stóla á. Ég vil reyndar meina að íslenskar konur hafi alltaf verið spólgraðar, þetta er ekki hægt öðruvísi. Það eru svo margar góðar sögur eins og til að mynda Vatnsenda-Rósa sem ganga vart upp öðruvísi. Það minnir mig á fallega sögu af ferðamanni sem fékk gistingu á bóndabæ hjá eldri hjónum einhvern tímann á síðustu öld. Karl og kerling setja hann niður handan við þilið þar sem þau sváfu sjálf og hann heyrir þar sem þau hjónin eru að koma sér í háttinn. Karlinn með blæstri og fyrirgangi en minna fór fyrir henni. Svo þegar þau eru búin að koma sér fyrir þá segir kerlingin: „Ætlarðu ekki að lyfta þér Jón minn?“ Þetta er fallega sagt hjá henni en karl var nú ekki lengi til svars og sagði: „Ég held ég fái mér nú í nefið fyrst.“ Þetta er svo fallega orðað, að lyfta sér, að það er ekkert klám í þessu. Það breytir öllu hvernig við orðum hlutina.Skúlason en ekki Ásgeirsson Í föðurætt er ég kominn frá Eiríki á Brúnum, sem talinn er vera fyrirmyndin að Steinari í Hlíðum undir Steinahlíðum í Paradísarheimt Laxness , en hann hlóð garð í kringum túnið og þótti fallegt. Þetta var langafi minn í föðurætt. Eiríkur á Brúnum átti son sem hét Skúli og var úrsmiður á Ísafirði. Það var hann sem smíðaði kistlana frægu. Þessi maður var afi minn. Ég og systir mín, Áslaug Skúladóttir, sem valdi að hafa rétt föðurnafn, en ég ætti með réttu að vera Skúlason en ekki Ásgeirsson, erum börn Skúla Skúlasonar sem var sonarsonur Eiríks. Skúli þessi var lausamaður og átti þrjú börn sem hann vildi ekki viðurkenna. Hann var ríðandi út um allar jarðir og spilaði þess á milli á fiðlu á böllum. En hvort tónlistin í mér er komin frá honum veit ég ekkert um. Get hvorki fullyrt það né neitað því. Ásgeir sem ég er kenndur við lést tveimur árum áður en ég fæddist og þótt ýmislegt sé nú sérstakt fyrir vestan þá gengur það ekki upp – ekki einu sinni fyrir vestan. Þannig að mamma skírði mig Jón Gunnar Ásgeirsson því hún hafði búið með Ásgeiri og átt með honum tvo stráka, þá Kjartan og Guðmund. Það eru bræður mínir og við ólumst upp saman og ég leit alltaf á þá sem albræður mína.“ Jón var fyrstu fjögur ár ævinnar vestur á Ísafirði en þá flutti fjölskyldan suður til Reykjavíkur. Honum er þó einnig minnisstæður sá tími sem hann var í sveit austur í Öræfasveit. „Fyrst var ég í Bölta í Skaftafelli, en síðar var ég að Sandfelli hjá hreppstjóranum og svo var ég í skóla að Hofi og líka að Svínafelli. Enda hefur fólkið þar eðlilega alltaf litið á mig sem Öræfing. Að Hofi var ég á bæ sem hét Kot og þar var gömul kona sem var alveg rosalega góð við mig. Það er gott fólk í Öræfasveit.“Bankaði upp á hjá Páli Allt frá unga aldri sótti Jón í tónlistina en það var ekki sjálfgefið á þeim tíma að ungur drengur í Reykjavík gæti sótt sér tónlistarnám. „Austur í Öræfum, þegar ég var að Sandfelli, þá hafði ég það embætti að skilja mjólkina. Þá hvein svo skemmtilega í skilvindunni að ég söng alltaf með. Ég söng alltaf frá því að ég var smástrákur og svo kom orgel á heimilið. Þá lærði ég nóturnar af sjálfum mér og gat spilað alþýðulögin öll úr sálmabókinni reiprennandi. En svo tók ég upp á því að fara til Páls Ísólfssonar, banka upp á hjá honum klukkan átta um kvöld, tíu ára pjakkur. Þarna stóð ég, þessi litli maður, þegar þessi stóri belgur sem hann var kemur til dyra og ég stundi upp að mig langaði til þess að læra á orgel. „Jæja vinur minn,“ sagði Páll og bauð mér til stofu og sagði við mig: „Ég reyndar kenni ekki byrjendum en ég skal útvega þér góðan kennara. Þú skalt koma niðrí dómkirkju á morgun klukkan ellefu. Ég verð þar að spila við jarðarför og ég skal svo labba með þér til mannsins sem tekur við þér og vera búinn að tala við hann.“ Það var Kristinn Ingvarsson sem var organisti í bæði fríkirkjunni og dómkirkjunni. Aldeilis undursamlega góður maður.Stóri vendipunkturinn Ég byrjaði hjá Kristni tíu ára gamall og var svo farinn að baksa við að búa til lög svona tólf til fjórtán ára. Þegar ég var að sýna honum það sem ég var búinn að vera að semja þá sagði ég alltaf við hann að ég hefði fundið þetta í bók. Hann sá náttúrulega í gegnum það en lét samt á engu bera og benti mér svona á eitt og annað sem betur mætti fara við lagasmíðina. Svo ef honum þótti líða langt á milli hjá mér þá spurði hann mig bara: „Hefurðu ekkert séð í bókum nýlega?“ Þetta er fallegt enda var þetta mjög góður maður. Svo var haldin samkeppni um þjóðhátíðarlögin og þá fæ ég þá hugmynd að taka þátt en var nú ekki nema fjórtán eða fimmtán ára. Mamma náði í ljóðin fyrir mig og ég sem við eitthvað af þeim og það náttúrulega gekk ekkert. En Kristinn Ingvarsson var fenginn af nefndinni til þess að afrita allar innsendingar svo dómnefndin þekkti ekki hver hefði sent hvað inn. Kristinn þekkti strax mitt efni, hringdi í mömmu og sagði henni að hún verði að gjöra svo vel og senda þennan strák í skóla. Það var vendipunkturinn. Í framhaldinu fór ég og skráði mig í tónfræði og tónsmíði í Tónlistarskóla Reykjavíkur og er settur í tíma hjá Kalla Run sem sagði nú fljótlega við mig: „Heyrðu, þú kannt þetta. Þú þarft ekkert að vera hjá mér.“ Og Kalli braust í því að koma mér á Urbancic og þar hitti ég fyrir Ragnar Björnsson, Guðmund Gilsson og fleiri sem voru þarna að semja fúgur og ég lendi þarna inni í alveg rosalegri smiðju en var samt bara fimmtán ára. Ég var í sjö ár þarna hjá Urba og lærði mikið. Svo var ég líka í píanói hjá Árna Kristjánssyni, hann var gáfaður listamaður, sem kenndi mér alveg ótrúlega hluti áður en ég fór svo í meira nám til Englands.“Núna er ég praktískur Jón segir að hann sé búinn að vera að vinna að óperunni um Vatnsenda-Rósu í þrjú ár en nú eygi hann að klára verkið. „Ég er að verða búinn að skrifa þetta en svo á ég eftir að skrifa þetta út fyrir strengina en það er eitthvað sem maður gengur bara beint í, ólíkt því þegar maður er að semja, en þá koma alltaf einhver stopp og svo ryðst þetta út. Það eru þrjú, fjögur atriði eftir. Aðalátakakaflarnir og svo aftakan á Agnesi sem birtist svo í bæninni sem þau syngja. Þessa bæn samdi ég þegar ég var að jarða konuna mína. Þetta er svona smá sálmur sem er stundum verið að panta hjá mér en ég stækka hann að forminu til í óperunni. Það er við hæfi að ég ljúki þessu verki með því sem ég samdi til hennar og fyrir hana.“ Það er stórtækt og kostnaðarsamt að setja upp óperusýningar en Jón virðist ekki vera mikið að velta því fyrir sér hvernig eigi eftir að ganga að koma verkinu á fjalirnar. „Það verður bara að koma í ljós. Ég lét Íslensku óperuna fá Möttulsögu en hún er dáldið stór, margir söngvarar og svona og Stefán Baldursson þorði nú ekki að fara í hana. En svo veit ég ekki hvernig nýi stjórnandinn er. En það er ekki íslensk ópera nema að það sé að hluta til fluttar íslenskar óperur. En núna er ég svo praktískur í Vatnsenda-Rósu að ég er bara með strengi í hljómsveitinni. Enga lúðra og ekki einu sinni trommu. Ég held voðalega mikið upp á strengi og Urbancic kenndi mér að skrifa fyrir strengi. Hann hafði enga kennslubók svo hann kom alltaf með verk og lét mig lesa yfir. Ég man að eitt sinn kom hann með eitt mest avant garde verk sem þá var til, Pierrot Lunaire eftir Schoenberg, og sagði við mig: „Þetta er brjáluð músík, eftir brjálaðan mann, um brjálað fólk. Ég er alveg viss um að þú hefur gaman af því,“ segir Jón og skellihlær. „En stóra málið er að þessi þörf fyrir að vera að semja tónlist er djöfulskapur sem eykst með aldrinum.“Uppáhalds og Maístjarnan Aðspurður hvort Jón eigi sér uppáhaldsverk af öllu því sem hann hefur samið í gegnum árin þá segir hann það nú vera. „Já, það eru sönglögin tíu við ljóðin í Svartálfadansi eftir Stefán Hörð Grímsson. Stefán var sérvitringur og ég bankaði upp á hjá honum til að fá leyfi til þess að fara í þetta verk. Kom svo til hans næst þegar verkið var fullklárað og komið út og þá sagði hann við mig: „Þetta er nú dáldið stórt hjá þér.“ En þetta er engin vögguvísa – það er alveg víst. Ég er líka ánægður með kórverkið við Tímann og vatnið og svo held ég líka alltaf upp á strengi eins og ég sagði.“ En Jón hefur líka samið yfir hundrað sönglög á sínum ferli og þar af er Maístjarnan líkast til þekktust. „Já, hún sló í gegn í leikritinu og hefur lifað vel síðan. Ég vann nefnilega talsvert í Þjóðleikhúsinu. En minn gamli kennari Viktor Urbancic var tónlistarstjóri í Þjóðleikhúsinu og notaði mig til þess að spila undir á æfingum og skrifa upp raddir. Þetta var helvíti góð vinna og svo vann ég líka talsvert fyrir útvarpið og reyndar líka kvikmyndir. En hvað varðar Maístjörnuna þá hafði ég óneitanlega gaman af því að kynnast Halldóri. Ég man reyndar að einu sinni var ég að spila lagið við ljóðið um Sigurð Breiðjörð á æfingu fyrir leikara og þá kom Halldór til mín og laumaði að mér: „Hvar stalstu þessu?“ Hann var mikill karakter og hafði húmorinn í lagi. En það var nú reyndar þannig að menn kunnu ekki Maístjörnuna, hún var alveg gleymd, og Halldór var afskaplega ánægður með hversu mikið og gott líf ljóðið öðlaðist við lagið. Nú kunna þetta fimm ára börn, bæði lag og ljóð. Ég man að vinstrimenn voru alltaf að syngja þetta og svo hafði Alþýðusambandið gefið þetta út á nótnabók þar sem Maístjarnan var með lagi eftir Atla Heimi. En svo er farið að syngja og spilarinn spilar forspilið að Atla Heimi en svo söng fólkið lagið mitt og spilarinn fékk ekkert við ráðið,“ segir Jón og hlær prakkaralega, örlítið ósvífinn eins strákurinn sem bankaði upp á hjá Páli Ísólfssyni fyrir einum sjötíu og sjö árum af því að hann langaði svo að læra á orgel.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira