Sjáðu nýjustu stikluna úr Suicide Squad: Jókerinn getur ekki beðið eftir að sýna dótið sitt
Birgir Olgeirsson skrifar
Jared Leto sem Jókerinn.
Þá er nýjasta stiklan komin fram úr væntanlegu kvikmyndinni TheSuicideSquad. Í henni fá áhorfendur að sjá örlítið meira af því sem hafði verið gefið til kynna í fyrri stiklunni, sem þýðir mun meiri hasar og er notast við eitt vinsælasta lag allra tíma, BohemianRhapsody með bresku sveitinni Queen.
Við fáum einnig að sjá töluvert meira af Jókernum sem JaredLeto leikur í þessara mynd en hann segist meðal annars ekki geta beðið eftir að fá að sýna leikföngin sín. Myndin verður frumsýnd hér á landi 3. ágúst næstkomandi.
Kvikmyndin Suicide Squad verður frumsýnd á næsta ári en Suicide Squad er lið af illmennum úr myndasögum DC Comics en Jókerinn, kafteinn Boomerang og Deadshot eru meðal annars í liðinu.