Vänskä áfram aðalgestastjórnandi Sinfó Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2016 10:49 Osmo Vänska var aðalstjórnandi sveitarinnar á árunum 1993 til 1996. Mynd/Sinfó Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä hefur framlengt samning sinn sem aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands um þrjú starfsár, eða fram á sumar 2020. Í tilkynningu frá sveitinni segir að hann hafi gegnt stöðunni frá 2014 en einnig verið aðalstjórnandi sveitarinnar á árunum 1993 til 1996. Hann stýrði hljómsveitinni meðal annars á tónleikum í Carnegie Hall árið 1996. Vänskä segir Hörpu vera stórkostlegt tónlistarhús og mikilvægi þess fyrir íslenskt tónlistarlíf verði seint ofmetið. „Ég er sérlega ánægður með hversu Sinfóníuhljómsveitinni hefur farið fram frá því að hún flutti í Hörpu, og ég nýt þess að skapa dásamlega tónlist með þeim í hvert skipti sem ég kem hingað. Ég elska þessa hljómsveit og hlakka til samstarfsins við hana í framtíðinni.“ Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, segir það felast mikil viðurkenning í því fyrir sveitina að Vänskä taki að sér hlutverk gestastjórnanda hennar. „Að öðrum ólöstuðum hefur aðkoma Osmo að hljómsveitinni skipt sköpum allt frá því að hann var ráðinn aðalhljómsveitarstjóri. Þannig hefur verið litið til þess að ákveðin straumhvörf hafi orðið hjá hljómsveitinni þegar hún hélt sína fyrstu tónleika í Carnegie Hall í New York undir hans stjórn árið 1996. Þar hlaut hún frábærar viðtökur og alþjóðlega athygli. Þessir tónleikar lifa enn í minni þeirra sem þá voru í hljómsveitinni og er oft minnst.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä hefur framlengt samning sinn sem aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands um þrjú starfsár, eða fram á sumar 2020. Í tilkynningu frá sveitinni segir að hann hafi gegnt stöðunni frá 2014 en einnig verið aðalstjórnandi sveitarinnar á árunum 1993 til 1996. Hann stýrði hljómsveitinni meðal annars á tónleikum í Carnegie Hall árið 1996. Vänskä segir Hörpu vera stórkostlegt tónlistarhús og mikilvægi þess fyrir íslenskt tónlistarlíf verði seint ofmetið. „Ég er sérlega ánægður með hversu Sinfóníuhljómsveitinni hefur farið fram frá því að hún flutti í Hörpu, og ég nýt þess að skapa dásamlega tónlist með þeim í hvert skipti sem ég kem hingað. Ég elska þessa hljómsveit og hlakka til samstarfsins við hana í framtíðinni.“ Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, segir það felast mikil viðurkenning í því fyrir sveitina að Vänskä taki að sér hlutverk gestastjórnanda hennar. „Að öðrum ólöstuðum hefur aðkoma Osmo að hljómsveitinni skipt sköpum allt frá því að hann var ráðinn aðalhljómsveitarstjóri. Þannig hefur verið litið til þess að ákveðin straumhvörf hafi orðið hjá hljómsveitinni þegar hún hélt sína fyrstu tónleika í Carnegie Hall í New York undir hans stjórn árið 1996. Þar hlaut hún frábærar viðtökur og alþjóðlega athygli. Þessir tónleikar lifa enn í minni þeirra sem þá voru í hljómsveitinni og er oft minnst.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira