„Konan mín ætlar ekki. Það yrði vandræðalegt ef ég myndi mæta með Charlize Theron,“ sagði leikarinn í þættinum Good Morning America. „Við ræddum þetta og okkur þætti óþægilegt að standa þarna og láta eins og þetta sé í lagi.“
Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar töldu margir að Smith yrði tilnefndur til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Concussion. Hann segir þó að hann hafi ekki tekið ákvörðunina vegna þess.
„Málið snýst um börn sem æla að setjast niður og horfa á hátíðina en enginn mun koma fram fyrir þeirra hönd.“
Meðal þeirra sem hafa ákveðið að sniðganga hátíðina eru Jada Pinkett Smith og Spike Lee. Framkvæmdastjóri Akademíunnar, sem velur verðlaunahafa, hefur heitið því að gera umfangsmiklar breytingar á þeim hópi sem kýs verðlaunahafa.