Það er allur heimurinn undir Magnús Guðmundsson skrifar 23. janúar 2016 11:00 Ágústa Skúladóttir leikstjóri að Umhverfis jörðina á 80 dögum, nýjum söngleik í Þjóðleikhúsinu. Visir/Anton Brink Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne hefur glatt og heillað marga á þeim ríflega hundrað árum frá því að hún kom fyrst út árið 1873. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson hafa nú samið söngleik sem byggðu er á þessari ástsælu og framsýnu sögu með lögum eftir þá Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben úr Skálmöld. Leikstjóri sýningarinnar, sem verður frumsýnd í dag í Þjóðleikhúsinu, er Ágústa Skúladóttir og hún segir að það sé svo sérstakt við þessa bók Verne hversu framsýnn og sannspár hann hafi reynst um margt. „Þetta sér maður í bæði þessari bók og öðrum verkum hans. En fyrst og fremst er þetta þroskasaga manns sem er greyptur inn í Breska heimsveldið með öllum sínum fordómum og þröngsýni. Hann ferðast og kynnist heiminum. Kynnist fólki og menningu sem opnar augu hans og fær hann til þess að sjá að heimahagarnir eru ekki endilega nafli alheimins. Þannig að það er fallegur og góður boðskapur í þessu verki.Tónlistarferðalag Kalli og Siggi gera þetta nýja verk út frá bók Vernes en þeir koma einnig með sínar eigin viðbætur þar sem nokkrar sögufrægar persónur mannkynssögunnar verða á vegi Fílíasar Fogg á ferðum hans um heiminn. Við erum með brúður og gervi þar sem persónur á við Freud, Ghandi og Van Gogh láta á sér kræla en fyrst og fremst er þetta falleg saga um að víkka sjóndeildarhringinn.“ Ágústa segir að þau hafi ákveðið að fara þá leið að halda sig við sögutímann enda sé þetta heillandi tími. „Við erum þarna í gufuvélasamfélaginu í fallegri fantasíu en Högni og Laila sem gera leikmynd og búninga hafa átt stóran þátt í að skapa þennan heillandi heim. Við erum með fjóra leikara sem leika helstu burðarhlutverkin og tvo hljóðfæraleikara á sviði og leikandi sviðsmenn sem bregða sér í ýmis gervi og brúðuleik. Það eru eflaust um þrjátíu til fjörutíu persónur sem bregður fyrir og þegar ferðast er um allan heim þá þarf í senn að notast við frjóar og einfaldar lausnir. Það er líka lagt gríðarlega mikið í hljóðheiminn og leitast við að nýta hljóðfæri og tónlistarbrag frá því heimshorni sem við komum við í hverju sinni.“Að ferðast umhverfis jörðina á leiksviði kallar á frjóar og skemmtilegar lausnir.Allur heimurinn Margir eiga góðar og skemmtilegar minningar sem tengjast því að lesa Umhverfis jörðina á 80 dögum og Ágústa segir að það sé gaman að hitta fólk sem eigi í slíku sambandi við bókina. „Við vorum með fimm ára krakka hjá okkur á æfingu í vikunni og þau tóku þetta allt saman inn og svo er eldra fólkið ekki síður að hafa gaman af þessu. Sumir hafa jafnvel haft á orði að þau hafi leikið Fílías Fogg þegar þau voru krakkar þannig að við miðum við að þetta sé sýning fyrir krakka sem eru byrjuð í skóla og svo bara alveg upp úr. Málið er líka að boðskapur verksins á afskaplega mikið erindi til samtímans og getur speglað margt af því sem við erum að takast á við í heiminum í dag. Innflytjendamál, málefni flóttamanna, hugmyndir okkar um heiminn o.s.frv. Allar þessar vangaveltur um það hvort við séum opið og fordómalaust samfélag eða ekki. Það er líka mikill fróðleikur í þessu verki og endalaus tækifæri fyrir foreldra og börn að ræða um lífið og tilveruna út frá því sem þau sjá á sviðinu. Þarna gefst tækifæri til að kynnast landafræði, samfélagsfræði, trúarbragðafræði, tækni og listum og þannig mætti áfram telja. Það er allur heimurinn undir.List fyrir börn og fullorðna En það er líka umhugsunarefni fyrir mannkynið hvernig það hefur í raun ekki þroskast í takt við allar þær tæknilegu framfarir sem hafa orðið á þeim tíma frá því þessi saga var skrifuð. Þess vegna eiga sýningar á borð við þessa ákaflega brýnt erindi til þess að gefa okkur tækifæri til að taka púlsinn og skoða hversu víðsýn og umbyrðarlynd við erum í raun og veru. Þess vegna er líka svo mikilvægt að bjóða börnum upp á list og töfra leikhússins því það er svo dásamleg leið til þess að læra og skoða heiminn með opnum huga.“ Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne hefur glatt og heillað marga á þeim ríflega hundrað árum frá því að hún kom fyrst út árið 1873. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson hafa nú samið söngleik sem byggðu er á þessari ástsælu og framsýnu sögu með lögum eftir þá Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben úr Skálmöld. Leikstjóri sýningarinnar, sem verður frumsýnd í dag í Þjóðleikhúsinu, er Ágústa Skúladóttir og hún segir að það sé svo sérstakt við þessa bók Verne hversu framsýnn og sannspár hann hafi reynst um margt. „Þetta sér maður í bæði þessari bók og öðrum verkum hans. En fyrst og fremst er þetta þroskasaga manns sem er greyptur inn í Breska heimsveldið með öllum sínum fordómum og þröngsýni. Hann ferðast og kynnist heiminum. Kynnist fólki og menningu sem opnar augu hans og fær hann til þess að sjá að heimahagarnir eru ekki endilega nafli alheimins. Þannig að það er fallegur og góður boðskapur í þessu verki.Tónlistarferðalag Kalli og Siggi gera þetta nýja verk út frá bók Vernes en þeir koma einnig með sínar eigin viðbætur þar sem nokkrar sögufrægar persónur mannkynssögunnar verða á vegi Fílíasar Fogg á ferðum hans um heiminn. Við erum með brúður og gervi þar sem persónur á við Freud, Ghandi og Van Gogh láta á sér kræla en fyrst og fremst er þetta falleg saga um að víkka sjóndeildarhringinn.“ Ágústa segir að þau hafi ákveðið að fara þá leið að halda sig við sögutímann enda sé þetta heillandi tími. „Við erum þarna í gufuvélasamfélaginu í fallegri fantasíu en Högni og Laila sem gera leikmynd og búninga hafa átt stóran þátt í að skapa þennan heillandi heim. Við erum með fjóra leikara sem leika helstu burðarhlutverkin og tvo hljóðfæraleikara á sviði og leikandi sviðsmenn sem bregða sér í ýmis gervi og brúðuleik. Það eru eflaust um þrjátíu til fjörutíu persónur sem bregður fyrir og þegar ferðast er um allan heim þá þarf í senn að notast við frjóar og einfaldar lausnir. Það er líka lagt gríðarlega mikið í hljóðheiminn og leitast við að nýta hljóðfæri og tónlistarbrag frá því heimshorni sem við komum við í hverju sinni.“Að ferðast umhverfis jörðina á leiksviði kallar á frjóar og skemmtilegar lausnir.Allur heimurinn Margir eiga góðar og skemmtilegar minningar sem tengjast því að lesa Umhverfis jörðina á 80 dögum og Ágústa segir að það sé gaman að hitta fólk sem eigi í slíku sambandi við bókina. „Við vorum með fimm ára krakka hjá okkur á æfingu í vikunni og þau tóku þetta allt saman inn og svo er eldra fólkið ekki síður að hafa gaman af þessu. Sumir hafa jafnvel haft á orði að þau hafi leikið Fílías Fogg þegar þau voru krakkar þannig að við miðum við að þetta sé sýning fyrir krakka sem eru byrjuð í skóla og svo bara alveg upp úr. Málið er líka að boðskapur verksins á afskaplega mikið erindi til samtímans og getur speglað margt af því sem við erum að takast á við í heiminum í dag. Innflytjendamál, málefni flóttamanna, hugmyndir okkar um heiminn o.s.frv. Allar þessar vangaveltur um það hvort við séum opið og fordómalaust samfélag eða ekki. Það er líka mikill fróðleikur í þessu verki og endalaus tækifæri fyrir foreldra og börn að ræða um lífið og tilveruna út frá því sem þau sjá á sviðinu. Þarna gefst tækifæri til að kynnast landafræði, samfélagsfræði, trúarbragðafræði, tækni og listum og þannig mætti áfram telja. Það er allur heimurinn undir.List fyrir börn og fullorðna En það er líka umhugsunarefni fyrir mannkynið hvernig það hefur í raun ekki þroskast í takt við allar þær tæknilegu framfarir sem hafa orðið á þeim tíma frá því þessi saga var skrifuð. Þess vegna eiga sýningar á borð við þessa ákaflega brýnt erindi til þess að gefa okkur tækifæri til að taka púlsinn og skoða hversu víðsýn og umbyrðarlynd við erum í raun og veru. Þess vegna er líka svo mikilvægt að bjóða börnum upp á list og töfra leikhússins því það er svo dásamleg leið til þess að læra og skoða heiminn með opnum huga.“
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira