Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:59 Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. Vísir/Getty Áætla má að Ríkisútvarpið sé búið að selja miða á úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir um níu milljónir króna. Tilkynning barst frá Ríkisútvarpinu í dag þar sem greint var frá því að uppselt væri á úrslitakvöldið sem fer fram í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi. Að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, komast hátt í 2.500 manns í sæti í Laugardalshöllinni en nokkur hluti þeirra sæta fer til boðsgesta og því hafi rúmlega 2000 miðar verið seldir. Hún var ekki tilbúin að gefa upp hvað Ríkisútvarpið áætlar í tekjur af þessari miðasölu. Miðarnir voru seldir á miðasöluvefnum Tix.is en þar kemur fram að miðaverð var frá 3.900 krónum til 4.900 króna. Sé tekið mið af því verði má áætla að meðal miðaverð hafi verið um 4.400 krónur. Sé gefið að 2000 miðar hafi selst má reikna með að tekjur séu um 8,8 milljónir króna. Hera segir að tekjur af miðasölunni eiga að dekka þann kostnað sem hlýst af því að halda keppnina í Laugardalshöll, en mikið stendur til í tilefni af því að í ár eru þrjátíu ár frá því Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf göngu sína. Munu til að mynda sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þær Loreen og Sandra Kim, stíga á svið á úrslitakvöldinu. „Þetta verður náttúrlega að standa undir sér að einverju leyti en sem betur fer er það hægt og mögulegt að stækka viðburðinn og leyfa fleirum að vera með.“ Hún segir sölu á forkeppnirnar í Háskólabíó einnig ganga vel sem og sölu á lokaæfinguna í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi sem er hugsuð sem tækifæri fyrir yngstu kynslóðina til að bera keppnina augum. Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Áætla má að Ríkisútvarpið sé búið að selja miða á úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir um níu milljónir króna. Tilkynning barst frá Ríkisútvarpinu í dag þar sem greint var frá því að uppselt væri á úrslitakvöldið sem fer fram í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi. Að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, komast hátt í 2.500 manns í sæti í Laugardalshöllinni en nokkur hluti þeirra sæta fer til boðsgesta og því hafi rúmlega 2000 miðar verið seldir. Hún var ekki tilbúin að gefa upp hvað Ríkisútvarpið áætlar í tekjur af þessari miðasölu. Miðarnir voru seldir á miðasöluvefnum Tix.is en þar kemur fram að miðaverð var frá 3.900 krónum til 4.900 króna. Sé tekið mið af því verði má áætla að meðal miðaverð hafi verið um 4.400 krónur. Sé gefið að 2000 miðar hafi selst má reikna með að tekjur séu um 8,8 milljónir króna. Hera segir að tekjur af miðasölunni eiga að dekka þann kostnað sem hlýst af því að halda keppnina í Laugardalshöll, en mikið stendur til í tilefni af því að í ár eru þrjátíu ár frá því Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf göngu sína. Munu til að mynda sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þær Loreen og Sandra Kim, stíga á svið á úrslitakvöldinu. „Þetta verður náttúrlega að standa undir sér að einverju leyti en sem betur fer er það hægt og mögulegt að stækka viðburðinn og leyfa fleirum að vera með.“ Hún segir sölu á forkeppnirnar í Háskólabíó einnig ganga vel sem og sölu á lokaæfinguna í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi sem er hugsuð sem tækifæri fyrir yngstu kynslóðina til að bera keppnina augum.
Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00