Fótbolti

Real tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikilvæg stig í súginn hjá Ronaldo og félögum.
Mikilvæg stig í súginn hjá Ronaldo og félögum. vísir/getty
Real Madrid missti af mikilvægum stigum í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið náði einungis jafntefli gegn nýliðum Real Betis, 1-1.

Alvaro Cejudo kom Real Betis yfir eftir undirbúning frá Fabian og þannig stóðu leikar allt þangað til á 71. mínútu. Þá jafnaði Karim Benzema og bjargaði stigi fyrir Real.

Gestirnir frá Madríd gerðu allt hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið á meðan heimamenn gáfu sér tíma í allar aukaspyrnur og náðu að hanga á stiginu. Loktölur 1-1.

Real er því fjórum stigum á eftir toppliðunum Atletico Madrid og Barcelona, en Real Betis er í fjórtánda sætinu með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×