Ekkert eðlilegt við að aðrir brjóti mann niður Guðrún Ansnes skrifar 25. janúar 2016 09:00 Sylvia er hlaðin hæfileikum, en hún skapar á fjölmörgum sviðum. Smáforrit og fleira er í pípunum. Vísir/Stefán „Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar. Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
„Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar.
Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira