Takast á við talsetningu teiknimyndar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2016 09:30 Steindi Jr. og Sverrir Bergmann eru spenntir fyrir verkefninu. vísir/stefán „Ég er búinn að horfa á allar teiknimyndir sem gefnar hafa verið út með dóttur minni og Sverrir er mikill áhugamaður um teiknimyndir og hefur reyndar alltaf kosið að horfa frekar á þær með íslensku tali frekar en ensku,“ segir Steindi Jr. Hann rær á ný mið í febrúar þegar hann ásamt Sverri Bergmann mun sjá um talsetningu og framleiðslu teiknimyndarinnar Ratchet & Clank en þeir félagar munu einnig leikstýra herlegheitunum. „Okkur langar að gera handritið dálítið að okkar og setja smá íslenska dægurmálamenningu í það,“ segir hann en til liðs við sig hafa þeir fengið fólk á borð við Ara Eldjárn, Dóra DNA, Andra Frey Viðarsson, Ólaf Darra, Sögu Garðarsdóttur, Pétur Jóhann Sigfússon og Sölku Sól Eyfeld. Því er óhætt að segja að kveða muni við nýjan hljóm í talsetningu myndarinnar. „Það eru nýjar raddir sem koma þarna inn sem fólk hefur ekki heyrt áður í talsetningarheiminum, í bland við þær gömlu góðu. Mér finnst ótrúlegt að enginn hafi notað Andra Frey sem óvininn áður, hann er með fullkomna rödd sem skúrkur þótt hann sé mjög indæll náungi.“Ratchet og Clank, eða öllu heldur Steindi Jr. og Ari Eldjárn.Sjálfur mun Steindi taka þátt í því að talsetja myndina og segir hann það hafa verið óumflýjanlegt að taka þátt í talsetningunni. „Þegar við Svessi sáum myndina var ekki hægt að líta fram hjá því að einn karakterinn er nauðalíkur mér í útliti og fasi. Svessi og Halldór Gunnar Fjallabróðir tóku ekki annað í mál en að ég tæki þennan karakter,“ segir Steindi og hlær. Halldór Gunnar er upptökustjóri talsetningarinnar. Teiknimyndin er gerð eftir samnefndum tölvuleikjum og verður gerð í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Senu og kemur út í apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni. Leikjavísir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
„Ég er búinn að horfa á allar teiknimyndir sem gefnar hafa verið út með dóttur minni og Sverrir er mikill áhugamaður um teiknimyndir og hefur reyndar alltaf kosið að horfa frekar á þær með íslensku tali frekar en ensku,“ segir Steindi Jr. Hann rær á ný mið í febrúar þegar hann ásamt Sverri Bergmann mun sjá um talsetningu og framleiðslu teiknimyndarinnar Ratchet & Clank en þeir félagar munu einnig leikstýra herlegheitunum. „Okkur langar að gera handritið dálítið að okkar og setja smá íslenska dægurmálamenningu í það,“ segir hann en til liðs við sig hafa þeir fengið fólk á borð við Ara Eldjárn, Dóra DNA, Andra Frey Viðarsson, Ólaf Darra, Sögu Garðarsdóttur, Pétur Jóhann Sigfússon og Sölku Sól Eyfeld. Því er óhætt að segja að kveða muni við nýjan hljóm í talsetningu myndarinnar. „Það eru nýjar raddir sem koma þarna inn sem fólk hefur ekki heyrt áður í talsetningarheiminum, í bland við þær gömlu góðu. Mér finnst ótrúlegt að enginn hafi notað Andra Frey sem óvininn áður, hann er með fullkomna rödd sem skúrkur þótt hann sé mjög indæll náungi.“Ratchet og Clank, eða öllu heldur Steindi Jr. og Ari Eldjárn.Sjálfur mun Steindi taka þátt í því að talsetja myndina og segir hann það hafa verið óumflýjanlegt að taka þátt í talsetningunni. „Þegar við Svessi sáum myndina var ekki hægt að líta fram hjá því að einn karakterinn er nauðalíkur mér í útliti og fasi. Svessi og Halldór Gunnar Fjallabróðir tóku ekki annað í mál en að ég tæki þennan karakter,“ segir Steindi og hlær. Halldór Gunnar er upptökustjóri talsetningarinnar. Teiknimyndin er gerð eftir samnefndum tölvuleikjum og verður gerð í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Senu og kemur út í apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.
Leikjavísir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira