Mikil leynd yfir nýju hlutverki Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. janúar 2016 09:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson fær hvert stóra hlutverkið á fætur öðru þessa dagana. Vísir/Vilhelm Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í nýjustu mynd Alberts Hughes, The Solutrean, en sá hefur unnið með leikurum á borð við Johnny Depp, Denzel Washington, Chris Tucker og Milu Kunis. Sem stendur ríkir mikil leynd yfir myndinni en einn af leikurunum myndarinnar er enginn annar en hinn tvítugi Ástrali Kodi Smit-McPhee, en hann hefur slegið í gegn í myndum á borð við Rise of the Planet of the Apes og The Road, auk þess sem hann fer með eitt af aðalhlutverkum í nýjustu X-Men myndinni. Aðspurður um aðkomu sína að The Solutrean verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir hann um hlutverkið. En Jóhannes er ekki eina íslenska afurðin sem lætur til sín taka í myndinni, því íslenskt landslag kemur fyrir og er það RVX Studios sem sér um herlegheitin.Kodi Smit-McPhee fer einnig með hlutverk í myndinni.Jóhannes Haukur hefur undanfarið ár landað stórum hlutverkum í kvikmyndabransanum, en hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones ásamt því að hafa farið með hlutverk í A.D. Kingdom and Empire. Jóhannes segist alsæll með þessi forréttindi sem leikarastarfið hefur í för með sér en hann hefur undanfarið einungis starfað við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það er frábært að geta ferðast um heiminn og unnið með nýju og ólíku fólki. Fólki sem maður myndi annars aldrei hitta á lífsleiðinni,“ segir hann og er að vonum ánægður með nýja hlutverkið. Ætli þetta stóra verkefni komi til með að veita þér veigameiri hlutverk í Hollywood? „Það hefur gengið ágætlega hjá mér núna í tæp tvö ár. En síðan ég fékk hlutverk í A.D. Kingdom and Empire þáttunum fyrir NBC þá hefur mér tekist að starfa eingöngu við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. Eftir A.D. var það Game of Thrones, svo The Coldest City og nú þetta. Við sjáum svo bara til hvað þetta endist og hvert þetta fer. En vissulega mjög ánægjulegt og spennandi allt saman.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30 Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í nýjustu mynd Alberts Hughes, The Solutrean, en sá hefur unnið með leikurum á borð við Johnny Depp, Denzel Washington, Chris Tucker og Milu Kunis. Sem stendur ríkir mikil leynd yfir myndinni en einn af leikurunum myndarinnar er enginn annar en hinn tvítugi Ástrali Kodi Smit-McPhee, en hann hefur slegið í gegn í myndum á borð við Rise of the Planet of the Apes og The Road, auk þess sem hann fer með eitt af aðalhlutverkum í nýjustu X-Men myndinni. Aðspurður um aðkomu sína að The Solutrean verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir hann um hlutverkið. En Jóhannes er ekki eina íslenska afurðin sem lætur til sín taka í myndinni, því íslenskt landslag kemur fyrir og er það RVX Studios sem sér um herlegheitin.Kodi Smit-McPhee fer einnig með hlutverk í myndinni.Jóhannes Haukur hefur undanfarið ár landað stórum hlutverkum í kvikmyndabransanum, en hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones ásamt því að hafa farið með hlutverk í A.D. Kingdom and Empire. Jóhannes segist alsæll með þessi forréttindi sem leikarastarfið hefur í för með sér en hann hefur undanfarið einungis starfað við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það er frábært að geta ferðast um heiminn og unnið með nýju og ólíku fólki. Fólki sem maður myndi annars aldrei hitta á lífsleiðinni,“ segir hann og er að vonum ánægður með nýja hlutverkið. Ætli þetta stóra verkefni komi til með að veita þér veigameiri hlutverk í Hollywood? „Það hefur gengið ágætlega hjá mér núna í tæp tvö ár. En síðan ég fékk hlutverk í A.D. Kingdom and Empire þáttunum fyrir NBC þá hefur mér tekist að starfa eingöngu við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. Eftir A.D. var það Game of Thrones, svo The Coldest City og nú þetta. Við sjáum svo bara til hvað þetta endist og hvert þetta fer. En vissulega mjög ánægjulegt og spennandi allt saman.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30 Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira
Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30
Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00