Mikil leynd yfir nýju hlutverki Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. janúar 2016 09:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson fær hvert stóra hlutverkið á fætur öðru þessa dagana. Vísir/Vilhelm Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í nýjustu mynd Alberts Hughes, The Solutrean, en sá hefur unnið með leikurum á borð við Johnny Depp, Denzel Washington, Chris Tucker og Milu Kunis. Sem stendur ríkir mikil leynd yfir myndinni en einn af leikurunum myndarinnar er enginn annar en hinn tvítugi Ástrali Kodi Smit-McPhee, en hann hefur slegið í gegn í myndum á borð við Rise of the Planet of the Apes og The Road, auk þess sem hann fer með eitt af aðalhlutverkum í nýjustu X-Men myndinni. Aðspurður um aðkomu sína að The Solutrean verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir hann um hlutverkið. En Jóhannes er ekki eina íslenska afurðin sem lætur til sín taka í myndinni, því íslenskt landslag kemur fyrir og er það RVX Studios sem sér um herlegheitin.Kodi Smit-McPhee fer einnig með hlutverk í myndinni.Jóhannes Haukur hefur undanfarið ár landað stórum hlutverkum í kvikmyndabransanum, en hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones ásamt því að hafa farið með hlutverk í A.D. Kingdom and Empire. Jóhannes segist alsæll með þessi forréttindi sem leikarastarfið hefur í för með sér en hann hefur undanfarið einungis starfað við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það er frábært að geta ferðast um heiminn og unnið með nýju og ólíku fólki. Fólki sem maður myndi annars aldrei hitta á lífsleiðinni,“ segir hann og er að vonum ánægður með nýja hlutverkið. Ætli þetta stóra verkefni komi til með að veita þér veigameiri hlutverk í Hollywood? „Það hefur gengið ágætlega hjá mér núna í tæp tvö ár. En síðan ég fékk hlutverk í A.D. Kingdom and Empire þáttunum fyrir NBC þá hefur mér tekist að starfa eingöngu við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. Eftir A.D. var það Game of Thrones, svo The Coldest City og nú þetta. Við sjáum svo bara til hvað þetta endist og hvert þetta fer. En vissulega mjög ánægjulegt og spennandi allt saman.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30 Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í nýjustu mynd Alberts Hughes, The Solutrean, en sá hefur unnið með leikurum á borð við Johnny Depp, Denzel Washington, Chris Tucker og Milu Kunis. Sem stendur ríkir mikil leynd yfir myndinni en einn af leikurunum myndarinnar er enginn annar en hinn tvítugi Ástrali Kodi Smit-McPhee, en hann hefur slegið í gegn í myndum á borð við Rise of the Planet of the Apes og The Road, auk þess sem hann fer með eitt af aðalhlutverkum í nýjustu X-Men myndinni. Aðspurður um aðkomu sína að The Solutrean verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir hann um hlutverkið. En Jóhannes er ekki eina íslenska afurðin sem lætur til sín taka í myndinni, því íslenskt landslag kemur fyrir og er það RVX Studios sem sér um herlegheitin.Kodi Smit-McPhee fer einnig með hlutverk í myndinni.Jóhannes Haukur hefur undanfarið ár landað stórum hlutverkum í kvikmyndabransanum, en hann hefur meðal annars leikið í Game of Thrones ásamt því að hafa farið með hlutverk í A.D. Kingdom and Empire. Jóhannes segist alsæll með þessi forréttindi sem leikarastarfið hefur í för með sér en hann hefur undanfarið einungis starfað við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það er frábært að geta ferðast um heiminn og unnið með nýju og ólíku fólki. Fólki sem maður myndi annars aldrei hitta á lífsleiðinni,“ segir hann og er að vonum ánægður með nýja hlutverkið. Ætli þetta stóra verkefni komi til með að veita þér veigameiri hlutverk í Hollywood? „Það hefur gengið ágætlega hjá mér núna í tæp tvö ár. En síðan ég fékk hlutverk í A.D. Kingdom and Empire þáttunum fyrir NBC þá hefur mér tekist að starfa eingöngu við kvikmyndir og sjónvarpsverkefni erlendis. Eftir A.D. var það Game of Thrones, svo The Coldest City og nú þetta. Við sjáum svo bara til hvað þetta endist og hvert þetta fer. En vissulega mjög ánægjulegt og spennandi allt saman.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30 Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Jóhannes Haukur féll á Game of Thrones-prófinu Leikarinn þurfti svo sannarlega að brjóta heilann hjá Loga - þó ekki jafn bókstaflega og Fjallið gerði á sínum tíma. 12. desember 2015 22:30
Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Bölvað vesen að halda þessu snyrtilegu, en finnst hann samt svolítið smart svona loðinn. "Þetta fær líklega að fjúka þegar tökum á Game of Thrones lýkur í október,“ segir Jóhannes og útskýrir leyndina sem hvílir yfir þáttunum. 28. september 2015 10:00