Ólýsanleg tilfinning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. janúar 2016 09:00 Alda Dís Arnardóttir vissi alltaf að sig langaði til þess að starfa sem söngkona. Vísir/Ernir Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2. Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2.
Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira