Þrjátíu og fimm verk frumflutt á Myrkum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 10:15 „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta,“ segir Þórunn Gréta. Vísir/Vilhelm „Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin tilraunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatónlist, sem er ekki síður mikilvægt.“ Þrjátíu og fimm verk verða frumflutt á hátíðinni í ár, að sögn Þórunnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músíkdögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“ Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytjendur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyrendur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera markmið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á www.myrkir.is Þórunn Gréta býr austur á Eskifirði og notar nýjustu tækni til samskipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnarfundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan Þórunn Gréta flutti austur. Hún ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir valinu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En langflest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin tilraunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatónlist, sem er ekki síður mikilvægt.“ Þrjátíu og fimm verk verða frumflutt á hátíðinni í ár, að sögn Þórunnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músíkdögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“ Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytjendur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyrendur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera markmið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á www.myrkir.is Þórunn Gréta býr austur á Eskifirði og notar nýjustu tækni til samskipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnarfundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan Þórunn Gréta flutti austur. Hún ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir valinu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En langflest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira