Víkingabrúðkaup í Vogue Ritstjórn skrifar 27. janúar 2016 11:00 Brúðhjónin alsæl í íslenska vetrinum Mynd/Hildur Erla Mosha Lundström Halbert, fashion director hjá Footwear News, og Aidan Butler, giftu sig með glæsibrag á gamlárskvöld á Íslandi. Myndir frá athöfininni, veislunni og undirbúningnum birtust á Vogue.com í gær. Athöfnin og veislan voru haldin í Gamla Bíó, en kvöldið fyrir brúðkaupið var kvöldverður í Viðey með víkingaþema. Gestirnir fengu allir víkingahjálma og skáluðu í Brennivíni. Á stóra daginn fékk Mosha íslenskt teymi í hár og förðun. Theodóra Mjöll sá um hárið bæði kvöldin, Harpa Káradóttir um förðun og húðdekur með Skyn Iceland og Hildur Erla tók myndirnar, en hún hefur myndað fyrir okkur hjá íslenska Glamour.Brúðurin var stórglæsileg. Hár eftir Theodóru Mjöll og förðun eftir Hörpu Kára.Myndir/Hildur ErlaÞar sem Aidan er mikill aðdáandi Game of Thrones þáttanna, og þau hjónin miklir aðdáendur búningapartýa (þau kynntust einmitt í einu slíku) þá var brúðkaupið í anda þáttanna. Brúðurin klæddist beinhvítum kjól, sem móðir hennar hannaði og bar hún hvítan loðkraga við. Gréta Salóme spilaði lag Sigurrósar, Hoppípolla þegar brúðurinn gekk inn í salinn. Eftir athöfnina var veislan haldin í sama sal og á miðnætti skáluðu allir í kampavíni og hélt gleðskapurinn áfram fram eftir nóttu.Allt á fullu í undirbúning.Mynd/Hildur ErlaBrúðhjónin í Víkinga kvöldverðinum daginn fyrir brúðkaupiðMynd/Hildur ErlaBjörk var innblásturinn fyrir greiðsluna í kvöldverðinum fyrir brúðkaupið.mynd/Hildur Erla Game of Thrones Glamour Tíska Mest lesið Eru litaðir augnskuggar málið? Glamour Hedi Slimane tekur sér pásu frá tískuheiminum Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Ferðaðist til Íslands í síðkjól yfir æfingabol Glamour Trendið á Solstice Glamour Gigi Hadid prýðir forsíðu fyrsta tölublaðs Vogue Arabia Glamour Klassíski rykfrakkinn skýtur upp kollinum á ný Glamour Veikt pund styrkir stöðu Asos Glamour Clueless 20 ára: Fimm staðreyndir um fötin Glamour
Mosha Lundström Halbert, fashion director hjá Footwear News, og Aidan Butler, giftu sig með glæsibrag á gamlárskvöld á Íslandi. Myndir frá athöfininni, veislunni og undirbúningnum birtust á Vogue.com í gær. Athöfnin og veislan voru haldin í Gamla Bíó, en kvöldið fyrir brúðkaupið var kvöldverður í Viðey með víkingaþema. Gestirnir fengu allir víkingahjálma og skáluðu í Brennivíni. Á stóra daginn fékk Mosha íslenskt teymi í hár og förðun. Theodóra Mjöll sá um hárið bæði kvöldin, Harpa Káradóttir um förðun og húðdekur með Skyn Iceland og Hildur Erla tók myndirnar, en hún hefur myndað fyrir okkur hjá íslenska Glamour.Brúðurin var stórglæsileg. Hár eftir Theodóru Mjöll og förðun eftir Hörpu Kára.Myndir/Hildur ErlaÞar sem Aidan er mikill aðdáandi Game of Thrones þáttanna, og þau hjónin miklir aðdáendur búningapartýa (þau kynntust einmitt í einu slíku) þá var brúðkaupið í anda þáttanna. Brúðurin klæddist beinhvítum kjól, sem móðir hennar hannaði og bar hún hvítan loðkraga við. Gréta Salóme spilaði lag Sigurrósar, Hoppípolla þegar brúðurinn gekk inn í salinn. Eftir athöfnina var veislan haldin í sama sal og á miðnætti skáluðu allir í kampavíni og hélt gleðskapurinn áfram fram eftir nóttu.Allt á fullu í undirbúning.Mynd/Hildur ErlaBrúðhjónin í Víkinga kvöldverðinum daginn fyrir brúðkaupiðMynd/Hildur ErlaBjörk var innblásturinn fyrir greiðsluna í kvöldverðinum fyrir brúðkaupið.mynd/Hildur Erla
Game of Thrones Glamour Tíska Mest lesið Eru litaðir augnskuggar málið? Glamour Hedi Slimane tekur sér pásu frá tískuheiminum Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Ferðaðist til Íslands í síðkjól yfir æfingabol Glamour Trendið á Solstice Glamour Gigi Hadid prýðir forsíðu fyrsta tölublaðs Vogue Arabia Glamour Klassíski rykfrakkinn skýtur upp kollinum á ný Glamour Veikt pund styrkir stöðu Asos Glamour Clueless 20 ára: Fimm staðreyndir um fötin Glamour