Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn vonast eftir byrjunarliðssæti í landsliðinu. vísir/afp Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Viðar Örn spilaði á síðustu leiktíð með kínverska liðinu Jiangsu Sainty þar sem hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum og varð bikarmeistari ásamt Sölva Geir Ottesen. „Mér líkaði ekki lífið utan fótboltans í Kína og ég vildi komast aftur til Evrópu. Þetta skref hjálpar mér líka held ég að komast í byrjunarliðið hjá landsliðinu,“ sagði Viðar Örn á fréttamannafundi Malmö í dag, aðspurður um ástæðu vistaskiptanna. Hann sagðist hafa notið góðs af því að spila í Kína og telur sig vera betri leikmann en þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með Vålerenga 2014. „Ég er betri að spila fyrir liðið núna. Í Noregi var ég eiginlega bara að skora mörk en leikstíllinn var ekki nógu góður. Núna er ég betri með boltann,“ sagði Viðar sem var eftirsóttur þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Kína. „Það voru mörg félög áhugasöm en Malmö er frábær klúbbur og ég vildi mest koma hingað af öllum sem sýndu mér áhuga,“ sagði Viðar. „Ástæðan fyrir því er helst árangur liðsins í Evrópukeppnum undanfarin ár. Svo er heimavöllurinn sterkur og Malmö er líka bara fallegur staður.“ Viðar verður nú samherji landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar sem gekk í raðir Malmö frá Rotherham síðasta sumar. Hann ræddi við Kára áður en hann skrifaði undir. „Hann talar bara vel um félagið, liðið og stuðningsmennina. Hann segir Malmö alveg frábært,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Viðar Örn spilaði á síðustu leiktíð með kínverska liðinu Jiangsu Sainty þar sem hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum og varð bikarmeistari ásamt Sölva Geir Ottesen. „Mér líkaði ekki lífið utan fótboltans í Kína og ég vildi komast aftur til Evrópu. Þetta skref hjálpar mér líka held ég að komast í byrjunarliðið hjá landsliðinu,“ sagði Viðar Örn á fréttamannafundi Malmö í dag, aðspurður um ástæðu vistaskiptanna. Hann sagðist hafa notið góðs af því að spila í Kína og telur sig vera betri leikmann en þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með Vålerenga 2014. „Ég er betri að spila fyrir liðið núna. Í Noregi var ég eiginlega bara að skora mörk en leikstíllinn var ekki nógu góður. Núna er ég betri með boltann,“ sagði Viðar sem var eftirsóttur þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Kína. „Það voru mörg félög áhugasöm en Malmö er frábær klúbbur og ég vildi mest koma hingað af öllum sem sýndu mér áhuga,“ sagði Viðar. „Ástæðan fyrir því er helst árangur liðsins í Evrópukeppnum undanfarin ár. Svo er heimavöllurinn sterkur og Malmö er líka bara fallegur staður.“ Viðar verður nú samherji landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar sem gekk í raðir Malmö frá Rotherham síðasta sumar. Hann ræddi við Kára áður en hann skrifaði undir. „Hann talar bara vel um félagið, liðið og stuðningsmennina. Hann segir Malmö alveg frábært,“ sagði Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33
Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30