Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 23:50 Allt að annar hver flóttamaður sem kom til Svíþjóðar í fyrra getur átt von á því að vera fluttir á brott. vísir/getty Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs. Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31
Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36
44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45
„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56