Ég reyni að synda á móti straumnum og ala sjálfa mig upp Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 10:45 “Meðan á sýningunni stendur verð ég á staðnum, held mig í lítilli kompu og vinn listaverk úr notuðu plasti með ýmsum hætti,” segir Jonna. Myndlistarkonan Jónborg Sigurðardóttir – Jonna opnar sýninguna Völundarhús plastsins í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn klukkan 15. Þar er um innsetningu að ræða, ætlaða til að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar. „Það er alltof mikið af plasti úti um allt og í öllu. Fólk notar plastpoka hugsunarlaust og hendir þeim svo kannski í ruslið eftir 20 mínútna notkun,“ segir listakonan. Hún kveðst reyna að synda á móti straumnum og ala sjálfa sig upp í umhverfisvitund. „Ég hef verið að lesa mikið um plastmengun og hún er rosaleg. En ég er lítið peð sem get lagað mína neyslu og ég vil vekja áhuga á því sama hjá öðrum,“ segir hún og lýsir vinnuaðferðum sínum á sýningunni. „Ég hef verið að klippa niður plast og prjóna úr því og bý líka til völundarhús úr plasti sem hægt er að labba inni í. Svo yrki ég örljóð á plastbrúsa. Meðan á sýningunni stendur verð ég á staðnum, held mig í lítilli kompu og vinn listaverk úr notuðu plasti með ýmsum hætti. Til dæmis ætla ég að búa til skrímsli úr plastinu.“ Jonna útskrifaðist fyrir 20 árum úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri og sinnti listinni lengi vel með vinnu og barnauppeldi en síðustu þrjú árin kveðst hún hafa verið mjög virk. Völundarhús plastsins er tveggja vikna sýning. „Það er sama hvort sýningin stæði í þrjá daga, tvær vikur eða einhverja mánuði, ég legði jafn mikla vinnu í hana, því þetta er það sem ég vil láta frá mér,“ segir Jonna. „Skilaboðin mín eru að hætta að nota plastpoka.“ Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Myndlistarkonan Jónborg Sigurðardóttir – Jonna opnar sýninguna Völundarhús plastsins í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn klukkan 15. Þar er um innsetningu að ræða, ætlaða til að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar. „Það er alltof mikið af plasti úti um allt og í öllu. Fólk notar plastpoka hugsunarlaust og hendir þeim svo kannski í ruslið eftir 20 mínútna notkun,“ segir listakonan. Hún kveðst reyna að synda á móti straumnum og ala sjálfa sig upp í umhverfisvitund. „Ég hef verið að lesa mikið um plastmengun og hún er rosaleg. En ég er lítið peð sem get lagað mína neyslu og ég vil vekja áhuga á því sama hjá öðrum,“ segir hún og lýsir vinnuaðferðum sínum á sýningunni. „Ég hef verið að klippa niður plast og prjóna úr því og bý líka til völundarhús úr plasti sem hægt er að labba inni í. Svo yrki ég örljóð á plastbrúsa. Meðan á sýningunni stendur verð ég á staðnum, held mig í lítilli kompu og vinn listaverk úr notuðu plasti með ýmsum hætti. Til dæmis ætla ég að búa til skrímsli úr plastinu.“ Jonna útskrifaðist fyrir 20 árum úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri og sinnti listinni lengi vel með vinnu og barnauppeldi en síðustu þrjú árin kveðst hún hafa verið mjög virk. Völundarhús plastsins er tveggja vikna sýning. „Það er sama hvort sýningin stæði í þrjá daga, tvær vikur eða einhverja mánuði, ég legði jafn mikla vinnu í hana, því þetta er það sem ég vil láta frá mér,“ segir Jonna. „Skilaboðin mín eru að hætta að nota plastpoka.“
Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira