Viðskipti erlent

Zuckerberg orðinn sjötti ríkasti maður heims

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/AFP
Mark Zuckerberg er nú orðinn sjötti ríkasti maður heims. Auður hans jókst um 5,5 milljarð dollara, jafnvirði 716 milljarða íslenskra króna, í morgun eftir að tilkynnt var um afkomu Facebook. 

Í kjölfarið er Zuckerberg metinn á 47 milljarða dollara, jafnvirði 6.120 milljarða íslenskra króna, hann er því orðinn ríkari en bræðurnir Charles og David Koch. 

Tilkynnt var í gær að sölutekjur Facebook á fjórða ársfjórðungi hefðu aukist um 52 prósent milli ára og að tekjur fyrirtækisins hefðu tvöfaldast milli ára. Meira en 1,5 milljarður notar nú Facebook í hverjum mánuði. 

Ríkustu menn heims eru nú Bill Gates, Amancio Ortega, Warren Buffett, Jeff Bezos og Carlos Slim.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×