Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17
Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30
Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00
Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00
Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05