Lífið

Finnst að allir ættu að hafa sama rétt

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Nonni Gnarr með heimilistíkina Perlu sem er Pug.
Nonni Gnarr með heimilistíkina Perlu sem er Pug. Vísir/GVA
Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ég heiti Jón Gnarr og verð 11 ára í maí.

Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Mér finnst íþróttir skemmtilegasta námsgreinin.

Hver eru helstu áhugamálin þín og af hverju? Helsta áhugamál mitt er leiklist, ég hef leikið í tveimur bíómyndum og tónlistarmyndbandi. Svo var ég reyndar að prófa að hanna hálsmen og fannst það gaman.



Segðu okkur meira frá því. Mig langaði í hálsmen fyrir jólin og ég fór í nokkrar búðir en leist ekki á neitt, ég fékk þá hugmynd að gera Gay Pride-fánann því allir ættu að hafa sama rétt og það finnst mér jólin snúast um. Í Leynibúðinni á Laugavegi 55 er verið að búa til skartgripi og starfsfólkið þar var til í að búa hálsmenið til fyrir mig og gerði líka nokkur önnur sem eru til í Leynibúðinni.



Hvernig tónlist fílarðu best? Rapp og dubstep.



Fékkstu bók eða bækur í jólagjöf og þá hverja eða hverjar? Ég fékk eina bók, hún heitir Þín eigin goðsaga og er eftir Ævar Þór Benediktsson.



Hvernig leikur þú þér oftast? Í tölvuleikjum og Sannleikanum eða kontor.



Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar mest að verða leikari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.