Mótið hófst á föstudag og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hefst í dag klukkan 11:00 og er dagskráin eftirfarandi.
11:00 Undanúrslit - malefiq vs VECA
14:00 Undanúrslit - seven vs GODS.WIN
18:00 Úrslitaleikur
Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars.
Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur.
Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.