Golden Globe-verðlaunin veitt í nótt: Hverjir vinna? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 22:35 Golden Globe-verðlaunin verða haldin í 73. skipti í nótt. Vísir/GETTY Verðlaunatímabilið í Hollywood stendur sem hæst um þessar mundir og einn af hápunktum þess fer fram í kvöld í 73. skipti þegar Golden Globe verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru ein af þeim mikilvægari fyrir skemmtanabransann og þykja þau oft geta haft forspárgildi fyrir stóru verðlaunin, Óskarinn sem fram fer 28.febrúar. Herlegheitin hefjast á miðnætti í öruggum höndum Ricky Gervais og því er ekki úr vegi að líta yfir tilnefningarnar í helstu flokkum og spá í spilin um það hvaða myndir og hvaða leikstjórar þykja líklegastir.Glamour ætlar að fylgjast með verðlaunahátíðinni og segja frá því sem fyrir augu ber á Twitter-síðu sinni.Tweets by @GlamourIceland Besta kvikmynd í dramaflokkiTilnefndar eru:CarolMad Max:Fury RoadThe RevenantRoomSpotlight Gagnrýnendur eru á því að hér sé um tveggja hesta kapphlaup að ræða á milli Carol, sem er sú mynd sem hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna eða fimm talsins, og Spotlight, sem er sannsöguleg mynd sem fjallar um blaðamenn Boston Globe og rannsókn þeirra a barnaníðsmálum í nágrenni Boston í upphafi 21. aldarinnar. Hún er talin vera hvað líklegust til þess að verða fyrir valinu sem besta myndin á Óskarsverðlaununum.Hver vinnur? Carol eða SpotlightBesta kvikmynd í gaman- eða söngleikjaflokkiTilnefndar eru:The Big ShortJoyThe MartianSpyTrainweck The Big Short sem skartar Christian Bale, Brad Pitt og Steve Carrell þykir líkleg til afreka hér enda sú mynd sem flestir telja að muni eiga roð í Spotlight á Óskarsverðlaununum. The Martian á þó einhvern séns á að stela þessum verðlaunum enda mjög vinsæl mynd.Hver vinnur? Líklega the Big Short, kannski The Martian.Besti leikstjóriTilnefndir eru:Todd Haynes, CarolAlejandro Inarritu, The RevenantTom McCarthy, SpotlightGeorge Miller, Mad Max: Fury RoadRidley Scott, The Martian Í gegnum tíðina hafa þessi verðlaun oftar en ekki fallið í skaut þeirra sem ekki fá verðlaun fyrir bestu myndina. Flestir telja líklegast að reynsluboltinn Ridley Scott fái þessi verðlaun fyrir The Martian. Þó skal ekki útiloka Todd Haynes leikstjóra Carol, enda er það sú mynd sem fékk flestar tilnefningar.Hver vinnur? Líklega Ridley Scott, kannski Todd Haynes Lesa má fleiri spádóma hjá kvikmyndagagnrýnanda Vox en hann fór yfir líklega verðlaunahafa í öllum helstu flokkum verðlaunanna. #goldenglobes Tweets Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Verðlaunatímabilið í Hollywood stendur sem hæst um þessar mundir og einn af hápunktum þess fer fram í kvöld í 73. skipti þegar Golden Globe verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru ein af þeim mikilvægari fyrir skemmtanabransann og þykja þau oft geta haft forspárgildi fyrir stóru verðlaunin, Óskarinn sem fram fer 28.febrúar. Herlegheitin hefjast á miðnætti í öruggum höndum Ricky Gervais og því er ekki úr vegi að líta yfir tilnefningarnar í helstu flokkum og spá í spilin um það hvaða myndir og hvaða leikstjórar þykja líklegastir.Glamour ætlar að fylgjast með verðlaunahátíðinni og segja frá því sem fyrir augu ber á Twitter-síðu sinni.Tweets by @GlamourIceland Besta kvikmynd í dramaflokkiTilnefndar eru:CarolMad Max:Fury RoadThe RevenantRoomSpotlight Gagnrýnendur eru á því að hér sé um tveggja hesta kapphlaup að ræða á milli Carol, sem er sú mynd sem hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna eða fimm talsins, og Spotlight, sem er sannsöguleg mynd sem fjallar um blaðamenn Boston Globe og rannsókn þeirra a barnaníðsmálum í nágrenni Boston í upphafi 21. aldarinnar. Hún er talin vera hvað líklegust til þess að verða fyrir valinu sem besta myndin á Óskarsverðlaununum.Hver vinnur? Carol eða SpotlightBesta kvikmynd í gaman- eða söngleikjaflokkiTilnefndar eru:The Big ShortJoyThe MartianSpyTrainweck The Big Short sem skartar Christian Bale, Brad Pitt og Steve Carrell þykir líkleg til afreka hér enda sú mynd sem flestir telja að muni eiga roð í Spotlight á Óskarsverðlaununum. The Martian á þó einhvern séns á að stela þessum verðlaunum enda mjög vinsæl mynd.Hver vinnur? Líklega the Big Short, kannski The Martian.Besti leikstjóriTilnefndir eru:Todd Haynes, CarolAlejandro Inarritu, The RevenantTom McCarthy, SpotlightGeorge Miller, Mad Max: Fury RoadRidley Scott, The Martian Í gegnum tíðina hafa þessi verðlaun oftar en ekki fallið í skaut þeirra sem ekki fá verðlaun fyrir bestu myndina. Flestir telja líklegast að reynsluboltinn Ridley Scott fái þessi verðlaun fyrir The Martian. Þó skal ekki útiloka Todd Haynes leikstjóra Carol, enda er það sú mynd sem fékk flestar tilnefningar.Hver vinnur? Líklega Ridley Scott, kannski Todd Haynes Lesa má fleiri spádóma hjá kvikmyndagagnrýnanda Vox en hann fór yfir líklega verðlaunahafa í öllum helstu flokkum verðlaunanna. #goldenglobes Tweets
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira