Golden Globe-verðlaunin veitt í nótt: Hverjir vinna? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 22:35 Golden Globe-verðlaunin verða haldin í 73. skipti í nótt. Vísir/GETTY Verðlaunatímabilið í Hollywood stendur sem hæst um þessar mundir og einn af hápunktum þess fer fram í kvöld í 73. skipti þegar Golden Globe verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru ein af þeim mikilvægari fyrir skemmtanabransann og þykja þau oft geta haft forspárgildi fyrir stóru verðlaunin, Óskarinn sem fram fer 28.febrúar. Herlegheitin hefjast á miðnætti í öruggum höndum Ricky Gervais og því er ekki úr vegi að líta yfir tilnefningarnar í helstu flokkum og spá í spilin um það hvaða myndir og hvaða leikstjórar þykja líklegastir.Glamour ætlar að fylgjast með verðlaunahátíðinni og segja frá því sem fyrir augu ber á Twitter-síðu sinni.Tweets by @GlamourIceland Besta kvikmynd í dramaflokkiTilnefndar eru:CarolMad Max:Fury RoadThe RevenantRoomSpotlight Gagnrýnendur eru á því að hér sé um tveggja hesta kapphlaup að ræða á milli Carol, sem er sú mynd sem hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna eða fimm talsins, og Spotlight, sem er sannsöguleg mynd sem fjallar um blaðamenn Boston Globe og rannsókn þeirra a barnaníðsmálum í nágrenni Boston í upphafi 21. aldarinnar. Hún er talin vera hvað líklegust til þess að verða fyrir valinu sem besta myndin á Óskarsverðlaununum.Hver vinnur? Carol eða SpotlightBesta kvikmynd í gaman- eða söngleikjaflokkiTilnefndar eru:The Big ShortJoyThe MartianSpyTrainweck The Big Short sem skartar Christian Bale, Brad Pitt og Steve Carrell þykir líkleg til afreka hér enda sú mynd sem flestir telja að muni eiga roð í Spotlight á Óskarsverðlaununum. The Martian á þó einhvern séns á að stela þessum verðlaunum enda mjög vinsæl mynd.Hver vinnur? Líklega the Big Short, kannski The Martian.Besti leikstjóriTilnefndir eru:Todd Haynes, CarolAlejandro Inarritu, The RevenantTom McCarthy, SpotlightGeorge Miller, Mad Max: Fury RoadRidley Scott, The Martian Í gegnum tíðina hafa þessi verðlaun oftar en ekki fallið í skaut þeirra sem ekki fá verðlaun fyrir bestu myndina. Flestir telja líklegast að reynsluboltinn Ridley Scott fái þessi verðlaun fyrir The Martian. Þó skal ekki útiloka Todd Haynes leikstjóra Carol, enda er það sú mynd sem fékk flestar tilnefningar.Hver vinnur? Líklega Ridley Scott, kannski Todd Haynes Lesa má fleiri spádóma hjá kvikmyndagagnrýnanda Vox en hann fór yfir líklega verðlaunahafa í öllum helstu flokkum verðlaunanna. #goldenglobes Tweets Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Verðlaunatímabilið í Hollywood stendur sem hæst um þessar mundir og einn af hápunktum þess fer fram í kvöld í 73. skipti þegar Golden Globe verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru ein af þeim mikilvægari fyrir skemmtanabransann og þykja þau oft geta haft forspárgildi fyrir stóru verðlaunin, Óskarinn sem fram fer 28.febrúar. Herlegheitin hefjast á miðnætti í öruggum höndum Ricky Gervais og því er ekki úr vegi að líta yfir tilnefningarnar í helstu flokkum og spá í spilin um það hvaða myndir og hvaða leikstjórar þykja líklegastir.Glamour ætlar að fylgjast með verðlaunahátíðinni og segja frá því sem fyrir augu ber á Twitter-síðu sinni.Tweets by @GlamourIceland Besta kvikmynd í dramaflokkiTilnefndar eru:CarolMad Max:Fury RoadThe RevenantRoomSpotlight Gagnrýnendur eru á því að hér sé um tveggja hesta kapphlaup að ræða á milli Carol, sem er sú mynd sem hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna eða fimm talsins, og Spotlight, sem er sannsöguleg mynd sem fjallar um blaðamenn Boston Globe og rannsókn þeirra a barnaníðsmálum í nágrenni Boston í upphafi 21. aldarinnar. Hún er talin vera hvað líklegust til þess að verða fyrir valinu sem besta myndin á Óskarsverðlaununum.Hver vinnur? Carol eða SpotlightBesta kvikmynd í gaman- eða söngleikjaflokkiTilnefndar eru:The Big ShortJoyThe MartianSpyTrainweck The Big Short sem skartar Christian Bale, Brad Pitt og Steve Carrell þykir líkleg til afreka hér enda sú mynd sem flestir telja að muni eiga roð í Spotlight á Óskarsverðlaununum. The Martian á þó einhvern séns á að stela þessum verðlaunum enda mjög vinsæl mynd.Hver vinnur? Líklega the Big Short, kannski The Martian.Besti leikstjóriTilnefndir eru:Todd Haynes, CarolAlejandro Inarritu, The RevenantTom McCarthy, SpotlightGeorge Miller, Mad Max: Fury RoadRidley Scott, The Martian Í gegnum tíðina hafa þessi verðlaun oftar en ekki fallið í skaut þeirra sem ekki fá verðlaun fyrir bestu myndina. Flestir telja líklegast að reynsluboltinn Ridley Scott fái þessi verðlaun fyrir The Martian. Þó skal ekki útiloka Todd Haynes leikstjóra Carol, enda er það sú mynd sem fékk flestar tilnefningar.Hver vinnur? Líklega Ridley Scott, kannski Todd Haynes Lesa má fleiri spádóma hjá kvikmyndagagnrýnanda Vox en hann fór yfir líklega verðlaunahafa í öllum helstu flokkum verðlaunanna. #goldenglobes Tweets
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira