Áður en spyrillinn Mark Goodman náði að bera fram spurningu þá reið Bowie á vaðið og spurði hvers vegna MTV spilaði á þeim tíma svo fá myndbönd með svörtum tónlistarmönnum.
Bowie hafði á þessum tíma unnið með fjölda þeldökkra tónlistarmanna sem voru á meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Þar á meðal sálargoðsögnina Luther Vandross, bassaleikaranum Willie Weeks, söngkonunni Ava Cherry og trommaranum Tony Thompson. Þá var gítarleikarinn Nile Rodgers framleiðandi plötunnar Let´s Dance en það var einmitt hann sem vakti athygli Bowie á sniðgöngu MTV á þeldökkum tónlistarmönnum.
Goodman reyndi að útskýra fyrir Bowie að stöðin væri að reyna að halda fáum listamönnum í spilun hjá sér. „Það er augljóst,“ svaraði Bowie og benti á að í þau fáu skipti sem hann sæi myndbönd með þeldökkum tónlistarmönnum á MTV væri um miðja nótt.