Breska tískuhúsið Burberry sveik engan á sýningu sinni í vikunni en þar mátti meðal annars sjá mikið úrval af fjölbreyttum og fallegum yfirhöfnum sem svo sannarlega henta vel fyrir íslenskt vetrarveðurfar.
Gamla góða "duffelcoat", dúnúlpa, síðar ullarkápur með áberandi tölum, víðar úlpur með loðkraga og köflóttar kápur, allt fyrir bæði kynin að þessu sinni.
Sjáum hér brot af því besta frá Burberry:







