„Það skiptir miklu máli að hafa gott innsæi þegar kemur að því að dæma keppendur. Ég á mér ekki neina eina fyrirmynd, það sem ég ákvað þegar ég tók þetta verkefni að mér var að vera ég sjálf. Það sem ég er að leita að er að viðkomandi geti vaxið og raunverulega slegið í gegn. Það skiptir máli að finna það sérstaka sem er einkennandi fyrir keppanda,“ segir Marta María spurð að því hvernig hún komi til með að undirbúa sig sem dómari í Ísland Got Talent.

„Dómarahópurinn nær vel saman og þetta er virkilega skemmtilegur hópur, við erum að klára allar upptökur þessa dagana og það gengur mjög vel. Hvað varðar fyrirmynd þá dæmi ég algjörlega eftir persónulegum smekk. En ég er sammála því að David Walliams er flottur, hann er ekkert að fíflast og er frábær í sínu hlutverki,“ segir Dr. Gunni spenntur fyrir dómarahlutverkinu.
„Ég er alveg sammála strákunum, David Walliams er rosalega skemmtilegur, það sem hann segir kemur allt frá hjartanu og það er nákvæmlega þannig sem ég tel dómara eiga að vinna. Mín undirbúningsvinna er að vera í góðu skapi, maður veit aldrei hverju maður á von á. Hópurinn er mjög sterkur og ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki sem tekur þátt, þetta kemur manni allt á óvart,“ segir Águsta Eva spennt fyrir keppninni.