Þegar Bómull laumast til að bjarga rauða egginu breytist allt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2016 13:30 María og Virginia Gillard í hlutverkum sínum sem Krumpa og Bómull. Mynd/Gaflaraleikhúsið „Þetta er sýning fyrir yngstu börnin. Þar eru tvær verur í hvítum heimi, þær Krumpa og Bómull.“ Þannig byrjar María Pálsdóttir leikkona að lýsa leiksýningunni Hvítt sem Gaflaraleikhúsið frumsýnir í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudaginn, 17. janúar, klukkan 13. Verkið er skosk verðlaunasýning eftir Andy Manley og Ian Cameron. Það var fyrst sýnt á Edinborgarhátíðinni 2010 og hefur farið sigurför um heiminn. Sjálf leikur María Krumpu en Virginia Gillard leikur Bómull. Leikstjóri er Gunnar Helgason. „Krumpa og Bómull eru að passa upp á hvít fuglahús og taka á móti eggjum sem falla af himnum ofan. Svo fara að birtast litir, fyrst grænt snifsi, það fer beint í ruslið, svo finnst bleikt snifsi og það fer sömu leið. Krumpa og Bómull reyna að halda öllu í horfinu og passa að ekkert breytist,“ segir María og heldur áfram að lýsa innihaldi sýningarinnar. „Síðan gerist það að rautt egg fellur af himni ofan og það fer í ruslið eins allt annað sem er litað. Þær stöllur fara að sofa en Bómull laumast til að bjarga rauða egginu og eftir það byrjar allt að breytast því litirnir fara að taka yfir. Hvíta blaðran er allt í einu orðin blá. Svo endar allt í litasprengju og þá viðurkenna þær Krumpa og Bómull hvor fyrir annarri að þær elska liti.“ Hvítt er nú í fyrsta skipti sýnt í samstarfi við listasafn en það hefur lengi verið draumur höfunda verksins. Frá og með sýningum frá 23. janúar ætlar Hafnarborg að bjóða sýningargestum í spennandi ferð með vasaljós um sýningu hafnfirska listamannsins Kristbergs Péturssonar Hraun og mynd. Hvítt er lærdómur um litina fyrir börnin og áminning um litróf mannlífsins fyrir alla. Það er ætlað eins til fimm ára börnum og svo eru fullorðnir brosandi út að eyrum, að sögn Maríu. „Það eru ekki mörg orð í sýningunni heldur gjörðir.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er sýning fyrir yngstu börnin. Þar eru tvær verur í hvítum heimi, þær Krumpa og Bómull.“ Þannig byrjar María Pálsdóttir leikkona að lýsa leiksýningunni Hvítt sem Gaflaraleikhúsið frumsýnir í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudaginn, 17. janúar, klukkan 13. Verkið er skosk verðlaunasýning eftir Andy Manley og Ian Cameron. Það var fyrst sýnt á Edinborgarhátíðinni 2010 og hefur farið sigurför um heiminn. Sjálf leikur María Krumpu en Virginia Gillard leikur Bómull. Leikstjóri er Gunnar Helgason. „Krumpa og Bómull eru að passa upp á hvít fuglahús og taka á móti eggjum sem falla af himnum ofan. Svo fara að birtast litir, fyrst grænt snifsi, það fer beint í ruslið, svo finnst bleikt snifsi og það fer sömu leið. Krumpa og Bómull reyna að halda öllu í horfinu og passa að ekkert breytist,“ segir María og heldur áfram að lýsa innihaldi sýningarinnar. „Síðan gerist það að rautt egg fellur af himni ofan og það fer í ruslið eins allt annað sem er litað. Þær stöllur fara að sofa en Bómull laumast til að bjarga rauða egginu og eftir það byrjar allt að breytast því litirnir fara að taka yfir. Hvíta blaðran er allt í einu orðin blá. Svo endar allt í litasprengju og þá viðurkenna þær Krumpa og Bómull hvor fyrir annarri að þær elska liti.“ Hvítt er nú í fyrsta skipti sýnt í samstarfi við listasafn en það hefur lengi verið draumur höfunda verksins. Frá og með sýningum frá 23. janúar ætlar Hafnarborg að bjóða sýningargestum í spennandi ferð með vasaljós um sýningu hafnfirska listamannsins Kristbergs Péturssonar Hraun og mynd. Hvítt er lærdómur um litina fyrir börnin og áminning um litróf mannlífsins fyrir alla. Það er ætlað eins til fimm ára börnum og svo eru fullorðnir brosandi út að eyrum, að sögn Maríu. „Það eru ekki mörg orð í sýningunni heldur gjörðir.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira