Svissnesk yfirvöld krefja flóttamenn um peninga til að dekka kostnað við þá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 11:49 Börn á flótta fá mat á landamærum Serbíu og Króatíu. vísir/getty Flóttamenn sem koma til Sviss þurfa að láta yfirvöld þar í landi hafa þær eigur sínar sem eru meira virði en 1000 svissneskir frankar, eða um 128 þúsund krónur, en peningurinn fer í uppihald flóttamanna en greint var frá málinu í svissneskum fjölmiðlum í gær. Frumvarp sem felur í sér svipaða eignaupptöku yfirvalda liggur fyrir danska þinginu en það hefur verið mikið verið gagnrýnt, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum. Svissneskur fréttaskýringaþáttur sýndi í gær kvittun frá sýrlenskum flóttamanni sem kom til Sviss en fjallað er um málið á vef Guardian. Kvittunina fékk hann þegar hann kom til landsins en hann sagðist hafa þurfti að láta svissnesk yfirvöld hafa meira en helminginn af peningunum sem hann átti eftir þegar hann hafði borgað bröskurum fyrir farið til Sviss. Þá var einnig sýnt upplýsingablað fyrir flóttamenn þar sem kemur fram að eignir yfir 1000 frönkum verði gerðar upptækar og viðkomandi fái kvittun fyrir því. Stefan Frey sem starfar fyrir samtök í Sviss sem aðstoða flóttamenn sagði að þessu þyrfti að breyta. Flóttafólki væri ekki sýnd virðing með svona aðgerðum. Yfirvöld í Sviss telja þetta hins vegar nauðsynlegt svo hægt sé að dekka kostnað sem fylgir þjónustu við flóttamenn. „Ef viðkomandi fer sjálfviljugur innan sjö mánaða getur hann fengið peninginn til baka. Annars er þetta fyrir tilfallandi kostnaði hins opinbera vegna hans,“ sagði talsmaður ráðuneytis innflytjendamála í Sviss. Flóttamenn Tengdar fréttir Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30 Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35 Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Flóttamenn sem koma til Sviss þurfa að láta yfirvöld þar í landi hafa þær eigur sínar sem eru meira virði en 1000 svissneskir frankar, eða um 128 þúsund krónur, en peningurinn fer í uppihald flóttamanna en greint var frá málinu í svissneskum fjölmiðlum í gær. Frumvarp sem felur í sér svipaða eignaupptöku yfirvalda liggur fyrir danska þinginu en það hefur verið mikið verið gagnrýnt, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum. Svissneskur fréttaskýringaþáttur sýndi í gær kvittun frá sýrlenskum flóttamanni sem kom til Sviss en fjallað er um málið á vef Guardian. Kvittunina fékk hann þegar hann kom til landsins en hann sagðist hafa þurfti að láta svissnesk yfirvöld hafa meira en helminginn af peningunum sem hann átti eftir þegar hann hafði borgað bröskurum fyrir farið til Sviss. Þá var einnig sýnt upplýsingablað fyrir flóttamenn þar sem kemur fram að eignir yfir 1000 frönkum verði gerðar upptækar og viðkomandi fái kvittun fyrir því. Stefan Frey sem starfar fyrir samtök í Sviss sem aðstoða flóttamenn sagði að þessu þyrfti að breyta. Flóttafólki væri ekki sýnd virðing með svona aðgerðum. Yfirvöld í Sviss telja þetta hins vegar nauðsynlegt svo hægt sé að dekka kostnað sem fylgir þjónustu við flóttamenn. „Ef viðkomandi fer sjálfviljugur innan sjö mánaða getur hann fengið peninginn til baka. Annars er þetta fyrir tilfallandi kostnaði hins opinbera vegna hans,“ sagði talsmaður ráðuneytis innflytjendamála í Sviss.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30 Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35 Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30
Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34
Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35
Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30
Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15