Minnast merkrar en átakanlegrar sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 15:45 Wieslaw Grabowski, sonur skipstjórans sem fórst með Wirgy og Witold Bogdanski á leið á slysstaðinn sumarið 2014 til að leggja þar blómsveig. „Við erum að minnast merkrar en átakanlegrar sögu sem fáir vita af. Um það þegar pólska flutningaskipið SS Wirgy sökk í aftakaveðri út af Mýrum í janúar 1942 og tuttugu og sjö fórust, þar af tveir Íslendingar,“ segir Witold Bogdanski um sýninguna Minning þeirra lifir sem verður opnuð í dag í Sjóminjasafninu á Grandagarði klukkan 16. „Einn þáttur hennar er þó jákvæður, afrek Braga Kristjánssonar, átján ára, sem synti og skreið til bæjar og komst af, ásamt pólska stýrimanninum Ludwik Smolski.“ Witold Bogdanski lýsir atburðinum nánar. „Skipið var eitt af mörgum í stórri skipalest á leið til New York þegar það sökk. Meirihluti skipverja komst við illan leik í björgunarbát en honum hvolfdi og aðeins nokkrir komust á kjöl. Undir morgun reyndu þeir fjórir sem eftir voru að synda til lands. Braga og Smolski tókst það, hinir drukknuðu í flæðarmálinu. Bragi skreið aðframkominn 1,2 km leið að Syðra-Skógarnesi og bóndinn þar, Kristján Kristjánsson, náði að bjarga Smolski sem lá meðvitundarlaus í fjöruborðinu.“ Witold Bogdanski er sýningarstjóri sýningarinnar í Sjóminjasafninu. Hann hefur rannsakað söguna, safnað myndum og heimildum, meðal annars rætt við dóttur Kristjáns bónda í Syðra-Skógarnesi, sem var átta ára þegar sjóslysið átti sér stað, og man vel komu skipbrotsmannanna tveggja. „En það var ekki mikið skrifað um þennan atburð,“ segir Witold Bogdanski. „Bæði var stríð og ritskoðun, svo var verkfall prentara og lítið um blöð svo þjóðin frétti ekki mikið af slysinu.“ Samtök Pólverja á Íslandi (SPI), Iceland News Polska ásamt Sendiráði Póllands standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7. febrúar 2016. Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við erum að minnast merkrar en átakanlegrar sögu sem fáir vita af. Um það þegar pólska flutningaskipið SS Wirgy sökk í aftakaveðri út af Mýrum í janúar 1942 og tuttugu og sjö fórust, þar af tveir Íslendingar,“ segir Witold Bogdanski um sýninguna Minning þeirra lifir sem verður opnuð í dag í Sjóminjasafninu á Grandagarði klukkan 16. „Einn þáttur hennar er þó jákvæður, afrek Braga Kristjánssonar, átján ára, sem synti og skreið til bæjar og komst af, ásamt pólska stýrimanninum Ludwik Smolski.“ Witold Bogdanski lýsir atburðinum nánar. „Skipið var eitt af mörgum í stórri skipalest á leið til New York þegar það sökk. Meirihluti skipverja komst við illan leik í björgunarbát en honum hvolfdi og aðeins nokkrir komust á kjöl. Undir morgun reyndu þeir fjórir sem eftir voru að synda til lands. Braga og Smolski tókst það, hinir drukknuðu í flæðarmálinu. Bragi skreið aðframkominn 1,2 km leið að Syðra-Skógarnesi og bóndinn þar, Kristján Kristjánsson, náði að bjarga Smolski sem lá meðvitundarlaus í fjöruborðinu.“ Witold Bogdanski er sýningarstjóri sýningarinnar í Sjóminjasafninu. Hann hefur rannsakað söguna, safnað myndum og heimildum, meðal annars rætt við dóttur Kristjáns bónda í Syðra-Skógarnesi, sem var átta ára þegar sjóslysið átti sér stað, og man vel komu skipbrotsmannanna tveggja. „En það var ekki mikið skrifað um þennan atburð,“ segir Witold Bogdanski. „Bæði var stríð og ritskoðun, svo var verkfall prentara og lítið um blöð svo þjóðin frétti ekki mikið af slysinu.“ Samtök Pólverja á Íslandi (SPI), Iceland News Polska ásamt Sendiráði Póllands standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7. febrúar 2016.
Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira