Ný Lada Sport árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 09:33 Lada Sport. Rússneski bílaframleiðandinn Avtovaz sem framleitt hefur Lada bílana mun kynna nýja þriðju kynslóð sportjeppans Lada Sport árið 2018. Með því er tilkomu hans frestað um tvö ár, en til stóð að hann kæmi á markað seinna á þessu ári. Léleg sala bíla í Rússlandi þessi misserin á vafalaust sinn hlut í þessari frestun. Ný gerð Lada Sport á bæði að vera í boði með 3 og 5 hurðir og hann mun fá nýja og öflugri vél sem leysir af hólmi núverandi 1,7 lítra og 83 hestafla vél. Bíllinn mun aðeins fást beinskiptur og fjórhjóladrifinn. Einnig kemur til greina að í boði verði dísilvél í bílnum sem ættuð er úr smiðju Renault. Þá hefur einnig heyrst að núverandi kynslóð Lada Sport verði áfram í boði þó svo að sú þriðja verði komin á markað. Avtovaz hefur á síðustu árum kynnt nýju fólksbílana Vesta og Xray og er alls ekki að baki dottið í bílaframleiðslu sinni þrátt fyrir að salan hafi verið dræm í heimalandinu á síðustu árum.Lada Vesta.Lada Xray. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent
Rússneski bílaframleiðandinn Avtovaz sem framleitt hefur Lada bílana mun kynna nýja þriðju kynslóð sportjeppans Lada Sport árið 2018. Með því er tilkomu hans frestað um tvö ár, en til stóð að hann kæmi á markað seinna á þessu ári. Léleg sala bíla í Rússlandi þessi misserin á vafalaust sinn hlut í þessari frestun. Ný gerð Lada Sport á bæði að vera í boði með 3 og 5 hurðir og hann mun fá nýja og öflugri vél sem leysir af hólmi núverandi 1,7 lítra og 83 hestafla vél. Bíllinn mun aðeins fást beinskiptur og fjórhjóladrifinn. Einnig kemur til greina að í boði verði dísilvél í bílnum sem ættuð er úr smiðju Renault. Þá hefur einnig heyrst að núverandi kynslóð Lada Sport verði áfram í boði þó svo að sú þriðja verði komin á markað. Avtovaz hefur á síðustu árum kynnt nýju fólksbílana Vesta og Xray og er alls ekki að baki dottið í bílaframleiðslu sinni þrátt fyrir að salan hafi verið dræm í heimalandinu á síðustu árum.Lada Vesta.Lada Xray.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent