Miðasölu EM lýkur klukkan 11.00 | Kvótinn ekki fullur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2016 09:30 Vísir/Getty Miðasölunni fyrir stuðningsmenn á leiki sinna liða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar lýkur klukkan 11.00 í dag. Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ sem bárust Vísi nú í morgun hafa Íslendingar sótt um 20 þúsund miða alls, mögulegum leikjum Íslands í útsláttarkeppninni meðtöldum.Sjá einnig: Auktu líkurnar á að fá miða á EM [ksi.is] Fæstir miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á leikinn gegn Portúgal í St. Etienne. Sótt hefur verið um tæplega sex þúsund miða á leikinn en Ísland á rétt á um sjö þúsund miðum.Uppfært: KSÍ bendir á að UEFA áskilur sér rétt á að taka frá miða vegna öryggisráðstafanna og af öðrum ástæðum. Það eru ekki til endanlegar tölur um hversu marga miða Ísland á rétt á en áætla að það séu tæplega sjö þúsund miðar á leikinn gegn Portúgal. Miðar eru í mismunandi verðflokkum og er mesta eftirspurnin eftir miðum í verðflokki 4. Ef miðar seljast upp í þann verðflokk gæti umsóknum um slíka miða verið hafnað, þrátt fyrir að lausir miðar séu í öðrum verðflokkum. KSÍ mælir því með því að sækja um miða í fleiri verðflokkum með þeim fyrirvara að viðkomandi gæti þá endað með að kaupa dýrari miða en upphaflega var ætlað. Alls hafa 4500 manns sótt um miða á síðu Íslands fyrir EM í gegnum heimasíðu UEFA, þar af rúmlega 1600 manns núna um helgina. Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar tölur um fjölda stuðningsmanna Íslands á EM.Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM „Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig. Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ. Þess má geta að það stefnir í allir sem sækja um miða á leiki Íslands verði að ósk sinni. Allar umsóknir um miða sem eru samþykktar eru skuldbindandi.Leikir Íslands:Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne Tekur: 42.000 áhorfendur Ísland fær: 7 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 6.000 miðaLaugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille Tekur: 67.394 áhorfendur Ísland fær: 12 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um rúmlega 6.000 miðaMiðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis Tekur: 81.338 áhorfendur Ísland fær: 15 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 5.500 miða EM 2016 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Miðasölunni fyrir stuðningsmenn á leiki sinna liða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar lýkur klukkan 11.00 í dag. Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ sem bárust Vísi nú í morgun hafa Íslendingar sótt um 20 þúsund miða alls, mögulegum leikjum Íslands í útsláttarkeppninni meðtöldum.Sjá einnig: Auktu líkurnar á að fá miða á EM [ksi.is] Fæstir miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á leikinn gegn Portúgal í St. Etienne. Sótt hefur verið um tæplega sex þúsund miða á leikinn en Ísland á rétt á um sjö þúsund miðum.Uppfært: KSÍ bendir á að UEFA áskilur sér rétt á að taka frá miða vegna öryggisráðstafanna og af öðrum ástæðum. Það eru ekki til endanlegar tölur um hversu marga miða Ísland á rétt á en áætla að það séu tæplega sjö þúsund miðar á leikinn gegn Portúgal. Miðar eru í mismunandi verðflokkum og er mesta eftirspurnin eftir miðum í verðflokki 4. Ef miðar seljast upp í þann verðflokk gæti umsóknum um slíka miða verið hafnað, þrátt fyrir að lausir miðar séu í öðrum verðflokkum. KSÍ mælir því með því að sækja um miða í fleiri verðflokkum með þeim fyrirvara að viðkomandi gæti þá endað með að kaupa dýrari miða en upphaflega var ætlað. Alls hafa 4500 manns sótt um miða á síðu Íslands fyrir EM í gegnum heimasíðu UEFA, þar af rúmlega 1600 manns núna um helgina. Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar tölur um fjölda stuðningsmanna Íslands á EM.Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM „Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig. Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ. Þess má geta að það stefnir í allir sem sækja um miða á leiki Íslands verði að ósk sinni. Allar umsóknir um miða sem eru samþykktar eru skuldbindandi.Leikir Íslands:Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne Tekur: 42.000 áhorfendur Ísland fær: 7 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 6.000 miðaLaugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille Tekur: 67.394 áhorfendur Ísland fær: 12 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um rúmlega 6.000 miðaMiðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis Tekur: 81.338 áhorfendur Ísland fær: 15 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 5.500 miða
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira