Hugsjónir samvinnu- hreyfingarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2016 09:45 "Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann,“ segir Helgi Skúli. Vísir/Ernir „Það sem ég ætla aðallega að tala um er staða samvinnuhreyfingarinnar meðal fjöldahreyfinga í íslensku þjóðfélagi á 20. öld. Ég velti fyrir mér að hve miklu leyti sú viðurkennda hugsjón að starf hennar væri í þágu heildarinnar og framtíðarinnar, hafi verið mótunarafl hennar,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um fyrirlestur sinn í hádeginu í dag í Þjóðminjasafninu. Er það ekki eðli fjöldahreyfinga að starfa samkvæmt einhverri hugsjón? „Sumar hreyfingar snúast bara um hagsmuni þeirra sem í hlut eiga en oft eru þær samspil hagsmuna og hugsjóna. Samvinnuhreyfingin átti, rétt eins og verkalýðshreyfingin, að gæta ákveðinna hagsmuna. Þó starfaði hún ekki bara til að efla eigin hag heldur vegna sannfæringarinnar um að það væri samfélaginu öllu til góðs. Það er ekki sjálfsagt.“ Ætlar þú líka að fjalla um hnignunarskeið samvinnuhreyfingarinnar og gefa skýringar á því? „Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann. Það sem ég segi um samvinnuhreyfinguna nú geri ég að miklu leyti út frá hnignuninni þó ég dvelji ekki mikið við hana. Ég fjalla meira um fyrri tímabil og hvernig þau voru í sínum samtíma, það hjálpar okkur til að skilja betur hvað gerðist.“ Hvað gerðist? Ein af mörgum samverkandi skýringum á hnignuninni er sú að samvinnuhugsjónin batt hreyfingunni ákveðna bagga sem gerðu henni erfitt fyrir að mæta breyttum aðstæðum. Þar var samhjálparskylda svo erfitt var fyrir hana að takmarka umsvifin og láta þá starfsemi rúlla sem bar sig ekki lengur. Sú skýring tengist mest umræðuefni mínu í dag.“ Með erindi sínu ríður Helgi Skúli á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2016 sem er helguð félagshreyfingum. Fyrirlestur hans, Samvinnuhreyfing og samvinnuhugsjón, hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Kringum 1980 vann hann að rannsókn á sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og hann er aðalhöfundur ritgerðasafnsins Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands sem út kom árið 2003. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það sem ég ætla aðallega að tala um er staða samvinnuhreyfingarinnar meðal fjöldahreyfinga í íslensku þjóðfélagi á 20. öld. Ég velti fyrir mér að hve miklu leyti sú viðurkennda hugsjón að starf hennar væri í þágu heildarinnar og framtíðarinnar, hafi verið mótunarafl hennar,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um fyrirlestur sinn í hádeginu í dag í Þjóðminjasafninu. Er það ekki eðli fjöldahreyfinga að starfa samkvæmt einhverri hugsjón? „Sumar hreyfingar snúast bara um hagsmuni þeirra sem í hlut eiga en oft eru þær samspil hagsmuna og hugsjóna. Samvinnuhreyfingin átti, rétt eins og verkalýðshreyfingin, að gæta ákveðinna hagsmuna. Þó starfaði hún ekki bara til að efla eigin hag heldur vegna sannfæringarinnar um að það væri samfélaginu öllu til góðs. Það er ekki sjálfsagt.“ Ætlar þú líka að fjalla um hnignunarskeið samvinnuhreyfingarinnar og gefa skýringar á því? „Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann. Það sem ég segi um samvinnuhreyfinguna nú geri ég að miklu leyti út frá hnignuninni þó ég dvelji ekki mikið við hana. Ég fjalla meira um fyrri tímabil og hvernig þau voru í sínum samtíma, það hjálpar okkur til að skilja betur hvað gerðist.“ Hvað gerðist? Ein af mörgum samverkandi skýringum á hnignuninni er sú að samvinnuhugsjónin batt hreyfingunni ákveðna bagga sem gerðu henni erfitt fyrir að mæta breyttum aðstæðum. Þar var samhjálparskylda svo erfitt var fyrir hana að takmarka umsvifin og láta þá starfsemi rúlla sem bar sig ekki lengur. Sú skýring tengist mest umræðuefni mínu í dag.“ Með erindi sínu ríður Helgi Skúli á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2016 sem er helguð félagshreyfingum. Fyrirlestur hans, Samvinnuhreyfing og samvinnuhugsjón, hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Kringum 1980 vann hann að rannsókn á sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og hann er aðalhöfundur ritgerðasafnsins Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands sem út kom árið 2003.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira