Tómas gefur út lag við ljóð Atómskálds Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2016 17:30 Tómas Jónsson. vísir Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson, sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, undirbýr nú í fyrsta sinn breiðskífu í eigin nafni. Ekki er ólíklegt að tónlistarunnendur hafi komið auga á Tómas á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár en hann er einn af þessum íslensku tónlistarmönnum sem virðist stundum vera allstaðar. Þeir sem hafa til dæmis verið á tónleikum með Hjálmum, Ásgeiri Trausta, blúsbandi Björgvins Gísla, Fjallabræðrum, útgáfutónleikum Helga Björns eða á leiksýningunni í Hjarta Hróa Hattar hafa að öllum líkindum séð þennan unga, síðhærða hljómborðsleikara í góðum fíling. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband við lagið Að komast burt – The City of Reykjavík, sem er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri breiðskífu Tómasar. Atómskáldið Sigfús Daðason (1928-1996) les sjálfur ljóðið sitt en sú upptaka er hluti af safni ljóða hans lesin af Sigfúsi, sem kom út árið 1997. Að sögn Tómasar þá fékk hann leyfi frá eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Guðnýju Ýr, fyrir því að nota ljóðið og fyrr í vikunni fengu þau sér kaffisopa saman og hlustuðu á lagið. Sagðist hún vera viss um að Sigfús hefði verið ánægður með afraksturinn. Auk þeirra Tómasar og Sigfúsar spilar Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Friðjón Jónsson tók upp, Finnur Hákonar hljóðblandaði og hljómjafnaði og myndvinnsla var í höndum Arctic Project. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson, sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, undirbýr nú í fyrsta sinn breiðskífu í eigin nafni. Ekki er ólíklegt að tónlistarunnendur hafi komið auga á Tómas á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár en hann er einn af þessum íslensku tónlistarmönnum sem virðist stundum vera allstaðar. Þeir sem hafa til dæmis verið á tónleikum með Hjálmum, Ásgeiri Trausta, blúsbandi Björgvins Gísla, Fjallabræðrum, útgáfutónleikum Helga Björns eða á leiksýningunni í Hjarta Hróa Hattar hafa að öllum líkindum séð þennan unga, síðhærða hljómborðsleikara í góðum fíling. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband við lagið Að komast burt – The City of Reykjavík, sem er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri breiðskífu Tómasar. Atómskáldið Sigfús Daðason (1928-1996) les sjálfur ljóðið sitt en sú upptaka er hluti af safni ljóða hans lesin af Sigfúsi, sem kom út árið 1997. Að sögn Tómasar þá fékk hann leyfi frá eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Guðnýju Ýr, fyrir því að nota ljóðið og fyrr í vikunni fengu þau sér kaffisopa saman og hlustuðu á lagið. Sagðist hún vera viss um að Sigfús hefði verið ánægður með afraksturinn. Auk þeirra Tómasar og Sigfúsar spilar Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Friðjón Jónsson tók upp, Finnur Hákonar hljóðblandaði og hljómjafnaði og myndvinnsla var í höndum Arctic Project.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira