Barcelona setti nýtt markamet á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 19:00 2015 var rosalegt ár fyrir Luis Suárez og félaga hans í Barcelona. Vísir/Getty Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Sjá meira
Barcelona endaði frábært ár á 4-0 sigri á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni á næstsíðasta degi ársins. Barcelona fékk ekki bara þrjú stig og toppsætið í spænsku deildinni með þessum sigri því liðið bætti einnig markametið. Leikmenn Barcelona skoruðu nefnilega 180 mörk í öllum keppnisleikjum liðsins á árinu 2015 og bættu með því met Real Madrid frá árinu á undan. Börsungar skoruðu 107 mörk frá janúar til júní og svo 73 mörk frá ágúst til desember. Leikmenn Real Madrid skoruðu 178 mörk á árinu 2014 og höfðu með því bætt markamet Barcelonaliðsins frá 2012 en Börsungar skoruðu þá 175 mörk. Barcelona setti ekki aðeins markamet á árinu því félagið vann fimm titla 2015. Liðið vann Meistaradeildina, spænsku deildina, spænska bikarinn, ofurbikar UEFA og endaði síðan á því að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í lok ársins. Barcelona-liðið lék 65 keppnisleiki á árinu og vann alls 51 leik. Real Madrid vann einnig 51 leik árið 2014 og deila því þessir erkifjendur metinu yfir flesta sigurleiki. Luis Suárez skoraði tvö mörk og Lionel Messi var með eitt í þessum sigri á Real Betis í lokaleik ársins en fjórða markið var sjálfsmark. Neymar fékk kjörið tækifæri til að komast líka á blað en klikkaði á vítaspyrnu. Neymar átti aftur á móti stoðsendingu á bæði Messi og Suárez í leiknum. Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, þekktir sem MSN þegar er talað um þá alla saman, skoruðu þar með 137 mörk á þessu ári eða 76 prósent marka Börsunga. Messi og Suárez voru báðir með 48 mörk og Neymar skoraði 41 mark. Messi skoraði 79 mörk þegar Barcelona setti metið árið 2012.Flest mörk í keppnisleikjum á einu ári: 180 - Barcelona, 2015 178 - Real Madrid, 2014 175 - Barcelona, 2012 170 - Barcelona, 2011Hér fyrir neðan má sjá tölfræði með knattspyrnuliði Barcelona á árinu 2015. Barça present Club World Cup to the fans El Barça ofereix el Mundial de Clubs a l'afició El Barça ofrece el Mundial de Clubes a la afición #Campion5 #FCBarcelona #FCB2015 A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Dec 31, 2015 at 1:59am PST GRAPHIC ? Spanish teams with most goals in a single calendar year [via @elperiodico] pic.twitter.com/80jUWHXKGH— MESSISTATS (@MessiStats) December 31, 2015 FULL LIST ? Breakdown of Barcelona's record 180 goals in 2015 by players #FCB pic.twitter.com/pX9A1J6lZT— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015 FINAL STATS ? Messi was directly involved in 78 goals during his 61 games for club and country in 2015 pic.twitter.com/VmAGPVPIPJ— MESSISTATS (@MessiStats) December 30, 2015
Fréttir ársins 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Sjá meira