Lífið

Alfreð um Aron Pálmarsson: "Ég var búinn að segja honum að hann verður buffaður í dag“

Bjarki Ármannsson skrifar
Handboltahetjan Aron Pálmarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal. Í stuttu broti úr þættinum ræðir Auðunn við Alfreð Gíslason, sem þjálfaði Aron hjá þýska stórliðinu Kiel, fyrir leik Kiel og Veszprém í Ungverjalandi þar sem Aron leikur nú.

„Við erum búnir að vera lengi saman en þetta er fyrsti leikurinn hans á móti okkur og jú, það er dálítið skrýtið,“ segir Alfreð. „Það var mjög sárt, þannig lagað,og erfitt að missa hann frá Kiel. Ég held að það sé líka mjög erfitt fyrir hann að spila á móti sínum gömlu félögum.“

Alfreð sagði fyrir leikinn að liðsmenn hans þyrftu að ná að stöðva Aron til að vinna leikinn.

„En ég er náttúrulega búinn að segja honum það að hann verði bara buffaður í dag,“ segir Alfreð að lokum og hlær.

Þátturinn verður á dagskrá á Stöð 2 annað kvöld, sunnudag, klukkan 20.05.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.