1,1 milljón hælisleitenda komu til Þýskalands á síðasta ári. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar greindi frá þessu í morgun.
Í frétt VG kemur fram að fjörutíu prósent hælisleitenda hafi komið frá Sýrlandi, sem þýðir að 428.468 Sýrlendingar hafi sótt um hæli í Þýskalandi á árinu. Afganir voru næststærsti hópurinn, eða 154.046 hælisleitendur.
Fjöldi hælisleitenda í Þýskalandi var fimm sinnum hærri á síðasta ári, borið saman við árið 2014.
