Frakkar sjúkir í Hrúta Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2016 12:30 Grímur og Grímar í Palm Springs. vísir Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira