Látum teikningarnar skríða upp á vegginn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2016 10:45 Þær Marta María og Hulda hafa lengi alið með sér draum um að sýna saman. Nú er hann að verða að veruleika í Listasafni ASÍ og hér standa þær við verk eftir Mörtu Maríu. Vísir/Stefán Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira