Tungumálið er alltaf myndmál Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 10:15 Hilmar Oddsson skólastjóri er ánægður með nýjan þjónustusamning við menntamálaráðuneytið. Vísir/GVA Þetta var gríðarlega þýðingarmikið skref sem í rauninni breytir öllu fyrir skólann. Við höfum verið að berjast fyrir þessum samningi í á sjötta ár,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, um áhrif þess að menntamálaráðuneytið tryggði skólanum þriggja ára þjónustusamning alveg nýlega. „Við höfum ýmist verið á eins árs og hálfs árs samningum hingað til og fólk getur ímyndað þér hvernig það er fyrir skólastjóra að blása nemendum kapp í kinn og búa til alls konar verkefni en vera bara með rekstrarsamning sem er styttri en námið sjálft,“ segir Hilmar og tekur fram að námið taki tvö ár og skiptist í fjórar annir. Hann segir samninginn styrkja fjárhagsgrundvöll skólans og sér fyrir sér að þægilegra verði að fá fjárfesta að honum og líka starfsfrið sem ekki hafi verið fyrir hendi áður. „Ég kom að skólanum 2010 sem skólastjóri og hef ekki áður búið við þann lúxus að hafa samning sem er lengri en námið sem boðið er upp á. Nú vitum við hver fjárframlög okkar verða næstu þrjú árin, það gerir nemendur og okkur sem vinnum við stofnunina öruggari á allan hátt,“ segir hann kampakátur. Kvikmyndaskólinn er til húsa á Grensásvegi 1 í húsi sem Hitaveita Reykjavíkur var í lengi. „Hér höfum við verið í tvö ár og líður mjög vel enda er öll aðstaða til fyrirmyndar nema hvað við þyrftum að hafa stærra stúdíó,“ segir Hilmar og bætir við að skólinn bíði vissulega eftir að komast í framtíðarhúsnæði. Tæplega hundrað manns stunda nám við skólann og Hilmar segir þá verða fleiri á næstu önn. Hann segir mismikla aðsókn að skólanum og telur þennan nýja samning ótvírætt skapa þann anda sem laði fólk að. „Skólar eru í samkeppni um nemendur og þetta skref breytir stöðu okkar mjög mikið,“ segir hann sannfærandi. Fastir starfsmenn við skólann eru tólf til þrettán en á hverju ári koma um 100 kennarar við sögu því flestir eru lausráðnir, að sögn Hilmars. „Verklegi þátturinn er ansi mikilvægur hjá okkur og við erum með allt fremsta fólkið í faginu á Íslandi í kennslu hjá okkur til lengri eða skemmri tíma. Það er varla nokkur sem eitthvað hefur gert í kvikmyndum af viti á landinu sem ekki hefur leiðbeint við skólann.“ Hilmar segir tækniframfarir örar og mikilvægt fyrir skólann að fylgjast með þeim þó í grunninn sé listin sú sama. „Tungumálið er alltaf myndmál. Leiklist er alltaf leiklist og þó að nýjar myndavélar eða hljóðvélar komi þá er grunnurinn sá sami. En auðvitað viljum við að nemendur okkar hafi aðgang að sem bestum græjum.“ Skólinn fjármagnar sig með tvennum hætti, annars vegar framlögum ríkisins og hins vegar skólagjöldum sem nemendur greiða. Þegar nemendum fækkar harðnar því í ári hjá þessari menntastofnun. Skólagjöldin hafa ekki hækkað frá 2003 nema á upphafsönninni um 100 þúsund, að sögn Hilmars. Þau eru 600 þúsund á önn en 700 fyrir þá fyrstu. „Þetta er lánshæft nám svo allir ættu að geta stundað það þess vegna,“ lýsir hann og segir að þó námið taki tvö ár núna sé stefnt að því að bæta þriðja árinu við. Kvikmyndaskólinn starfar sem háskóli þó hann megi ekki kalla sig því háleita nafni. „Við óskum eftir stúdentum, allir sem sækja um fara í inntökuviðtöl og við gerum undantekningar á stúdentsprófinu ef við sjáum ótvíræða hæfileika sem nýtast í greinina. Þetta er eini kvikmyndaskóli landsins og við erum í alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla, CILECT, þar erum við í flokki með 140 bestu kvikmyndaskólum heims,“ segir Hilmar og tekur fram að gerð hafi verið úttekt á skólanum, bæði faglega og rekstrarlega, áður en hann fékk inngöngu í samtökin árið 2012. „Við erum að kenna nám á háskólastigi og stefna okkar hefur verið í mörg ár að tengjast háskóla á Íslandi.“ Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta var gríðarlega þýðingarmikið skref sem í rauninni breytir öllu fyrir skólann. Við höfum verið að berjast fyrir þessum samningi í á sjötta ár,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, um áhrif þess að menntamálaráðuneytið tryggði skólanum þriggja ára þjónustusamning alveg nýlega. „Við höfum ýmist verið á eins árs og hálfs árs samningum hingað til og fólk getur ímyndað þér hvernig það er fyrir skólastjóra að blása nemendum kapp í kinn og búa til alls konar verkefni en vera bara með rekstrarsamning sem er styttri en námið sjálft,“ segir Hilmar og tekur fram að námið taki tvö ár og skiptist í fjórar annir. Hann segir samninginn styrkja fjárhagsgrundvöll skólans og sér fyrir sér að þægilegra verði að fá fjárfesta að honum og líka starfsfrið sem ekki hafi verið fyrir hendi áður. „Ég kom að skólanum 2010 sem skólastjóri og hef ekki áður búið við þann lúxus að hafa samning sem er lengri en námið sem boðið er upp á. Nú vitum við hver fjárframlög okkar verða næstu þrjú árin, það gerir nemendur og okkur sem vinnum við stofnunina öruggari á allan hátt,“ segir hann kampakátur. Kvikmyndaskólinn er til húsa á Grensásvegi 1 í húsi sem Hitaveita Reykjavíkur var í lengi. „Hér höfum við verið í tvö ár og líður mjög vel enda er öll aðstaða til fyrirmyndar nema hvað við þyrftum að hafa stærra stúdíó,“ segir Hilmar og bætir við að skólinn bíði vissulega eftir að komast í framtíðarhúsnæði. Tæplega hundrað manns stunda nám við skólann og Hilmar segir þá verða fleiri á næstu önn. Hann segir mismikla aðsókn að skólanum og telur þennan nýja samning ótvírætt skapa þann anda sem laði fólk að. „Skólar eru í samkeppni um nemendur og þetta skref breytir stöðu okkar mjög mikið,“ segir hann sannfærandi. Fastir starfsmenn við skólann eru tólf til þrettán en á hverju ári koma um 100 kennarar við sögu því flestir eru lausráðnir, að sögn Hilmars. „Verklegi þátturinn er ansi mikilvægur hjá okkur og við erum með allt fremsta fólkið í faginu á Íslandi í kennslu hjá okkur til lengri eða skemmri tíma. Það er varla nokkur sem eitthvað hefur gert í kvikmyndum af viti á landinu sem ekki hefur leiðbeint við skólann.“ Hilmar segir tækniframfarir örar og mikilvægt fyrir skólann að fylgjast með þeim þó í grunninn sé listin sú sama. „Tungumálið er alltaf myndmál. Leiklist er alltaf leiklist og þó að nýjar myndavélar eða hljóðvélar komi þá er grunnurinn sá sami. En auðvitað viljum við að nemendur okkar hafi aðgang að sem bestum græjum.“ Skólinn fjármagnar sig með tvennum hætti, annars vegar framlögum ríkisins og hins vegar skólagjöldum sem nemendur greiða. Þegar nemendum fækkar harðnar því í ári hjá þessari menntastofnun. Skólagjöldin hafa ekki hækkað frá 2003 nema á upphafsönninni um 100 þúsund, að sögn Hilmars. Þau eru 600 þúsund á önn en 700 fyrir þá fyrstu. „Þetta er lánshæft nám svo allir ættu að geta stundað það þess vegna,“ lýsir hann og segir að þó námið taki tvö ár núna sé stefnt að því að bæta þriðja árinu við. Kvikmyndaskólinn starfar sem háskóli þó hann megi ekki kalla sig því háleita nafni. „Við óskum eftir stúdentum, allir sem sækja um fara í inntökuviðtöl og við gerum undantekningar á stúdentsprófinu ef við sjáum ótvíræða hæfileika sem nýtast í greinina. Þetta er eini kvikmyndaskóli landsins og við erum í alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla, CILECT, þar erum við í flokki með 140 bestu kvikmyndaskólum heims,“ segir Hilmar og tekur fram að gerð hafi verið úttekt á skólanum, bæði faglega og rekstrarlega, áður en hann fékk inngöngu í samtökin árið 2012. „Við erum að kenna nám á háskólastigi og stefna okkar hefur verið í mörg ár að tengjast háskóla á Íslandi.“
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira