Tungumálið er alltaf myndmál Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 10:15 Hilmar Oddsson skólastjóri er ánægður með nýjan þjónustusamning við menntamálaráðuneytið. Vísir/GVA Þetta var gríðarlega þýðingarmikið skref sem í rauninni breytir öllu fyrir skólann. Við höfum verið að berjast fyrir þessum samningi í á sjötta ár,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, um áhrif þess að menntamálaráðuneytið tryggði skólanum þriggja ára þjónustusamning alveg nýlega. „Við höfum ýmist verið á eins árs og hálfs árs samningum hingað til og fólk getur ímyndað þér hvernig það er fyrir skólastjóra að blása nemendum kapp í kinn og búa til alls konar verkefni en vera bara með rekstrarsamning sem er styttri en námið sjálft,“ segir Hilmar og tekur fram að námið taki tvö ár og skiptist í fjórar annir. Hann segir samninginn styrkja fjárhagsgrundvöll skólans og sér fyrir sér að þægilegra verði að fá fjárfesta að honum og líka starfsfrið sem ekki hafi verið fyrir hendi áður. „Ég kom að skólanum 2010 sem skólastjóri og hef ekki áður búið við þann lúxus að hafa samning sem er lengri en námið sem boðið er upp á. Nú vitum við hver fjárframlög okkar verða næstu þrjú árin, það gerir nemendur og okkur sem vinnum við stofnunina öruggari á allan hátt,“ segir hann kampakátur. Kvikmyndaskólinn er til húsa á Grensásvegi 1 í húsi sem Hitaveita Reykjavíkur var í lengi. „Hér höfum við verið í tvö ár og líður mjög vel enda er öll aðstaða til fyrirmyndar nema hvað við þyrftum að hafa stærra stúdíó,“ segir Hilmar og bætir við að skólinn bíði vissulega eftir að komast í framtíðarhúsnæði. Tæplega hundrað manns stunda nám við skólann og Hilmar segir þá verða fleiri á næstu önn. Hann segir mismikla aðsókn að skólanum og telur þennan nýja samning ótvírætt skapa þann anda sem laði fólk að. „Skólar eru í samkeppni um nemendur og þetta skref breytir stöðu okkar mjög mikið,“ segir hann sannfærandi. Fastir starfsmenn við skólann eru tólf til þrettán en á hverju ári koma um 100 kennarar við sögu því flestir eru lausráðnir, að sögn Hilmars. „Verklegi þátturinn er ansi mikilvægur hjá okkur og við erum með allt fremsta fólkið í faginu á Íslandi í kennslu hjá okkur til lengri eða skemmri tíma. Það er varla nokkur sem eitthvað hefur gert í kvikmyndum af viti á landinu sem ekki hefur leiðbeint við skólann.“ Hilmar segir tækniframfarir örar og mikilvægt fyrir skólann að fylgjast með þeim þó í grunninn sé listin sú sama. „Tungumálið er alltaf myndmál. Leiklist er alltaf leiklist og þó að nýjar myndavélar eða hljóðvélar komi þá er grunnurinn sá sami. En auðvitað viljum við að nemendur okkar hafi aðgang að sem bestum græjum.“ Skólinn fjármagnar sig með tvennum hætti, annars vegar framlögum ríkisins og hins vegar skólagjöldum sem nemendur greiða. Þegar nemendum fækkar harðnar því í ári hjá þessari menntastofnun. Skólagjöldin hafa ekki hækkað frá 2003 nema á upphafsönninni um 100 þúsund, að sögn Hilmars. Þau eru 600 þúsund á önn en 700 fyrir þá fyrstu. „Þetta er lánshæft nám svo allir ættu að geta stundað það þess vegna,“ lýsir hann og segir að þó námið taki tvö ár núna sé stefnt að því að bæta þriðja árinu við. Kvikmyndaskólinn starfar sem háskóli þó hann megi ekki kalla sig því háleita nafni. „Við óskum eftir stúdentum, allir sem sækja um fara í inntökuviðtöl og við gerum undantekningar á stúdentsprófinu ef við sjáum ótvíræða hæfileika sem nýtast í greinina. Þetta er eini kvikmyndaskóli landsins og við erum í alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla, CILECT, þar erum við í flokki með 140 bestu kvikmyndaskólum heims,“ segir Hilmar og tekur fram að gerð hafi verið úttekt á skólanum, bæði faglega og rekstrarlega, áður en hann fékk inngöngu í samtökin árið 2012. „Við erum að kenna nám á háskólastigi og stefna okkar hefur verið í mörg ár að tengjast háskóla á Íslandi.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta var gríðarlega þýðingarmikið skref sem í rauninni breytir öllu fyrir skólann. Við höfum verið að berjast fyrir þessum samningi í á sjötta ár,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, um áhrif þess að menntamálaráðuneytið tryggði skólanum þriggja ára þjónustusamning alveg nýlega. „Við höfum ýmist verið á eins árs og hálfs árs samningum hingað til og fólk getur ímyndað þér hvernig það er fyrir skólastjóra að blása nemendum kapp í kinn og búa til alls konar verkefni en vera bara með rekstrarsamning sem er styttri en námið sjálft,“ segir Hilmar og tekur fram að námið taki tvö ár og skiptist í fjórar annir. Hann segir samninginn styrkja fjárhagsgrundvöll skólans og sér fyrir sér að þægilegra verði að fá fjárfesta að honum og líka starfsfrið sem ekki hafi verið fyrir hendi áður. „Ég kom að skólanum 2010 sem skólastjóri og hef ekki áður búið við þann lúxus að hafa samning sem er lengri en námið sem boðið er upp á. Nú vitum við hver fjárframlög okkar verða næstu þrjú árin, það gerir nemendur og okkur sem vinnum við stofnunina öruggari á allan hátt,“ segir hann kampakátur. Kvikmyndaskólinn er til húsa á Grensásvegi 1 í húsi sem Hitaveita Reykjavíkur var í lengi. „Hér höfum við verið í tvö ár og líður mjög vel enda er öll aðstaða til fyrirmyndar nema hvað við þyrftum að hafa stærra stúdíó,“ segir Hilmar og bætir við að skólinn bíði vissulega eftir að komast í framtíðarhúsnæði. Tæplega hundrað manns stunda nám við skólann og Hilmar segir þá verða fleiri á næstu önn. Hann segir mismikla aðsókn að skólanum og telur þennan nýja samning ótvírætt skapa þann anda sem laði fólk að. „Skólar eru í samkeppni um nemendur og þetta skref breytir stöðu okkar mjög mikið,“ segir hann sannfærandi. Fastir starfsmenn við skólann eru tólf til þrettán en á hverju ári koma um 100 kennarar við sögu því flestir eru lausráðnir, að sögn Hilmars. „Verklegi þátturinn er ansi mikilvægur hjá okkur og við erum með allt fremsta fólkið í faginu á Íslandi í kennslu hjá okkur til lengri eða skemmri tíma. Það er varla nokkur sem eitthvað hefur gert í kvikmyndum af viti á landinu sem ekki hefur leiðbeint við skólann.“ Hilmar segir tækniframfarir örar og mikilvægt fyrir skólann að fylgjast með þeim þó í grunninn sé listin sú sama. „Tungumálið er alltaf myndmál. Leiklist er alltaf leiklist og þó að nýjar myndavélar eða hljóðvélar komi þá er grunnurinn sá sami. En auðvitað viljum við að nemendur okkar hafi aðgang að sem bestum græjum.“ Skólinn fjármagnar sig með tvennum hætti, annars vegar framlögum ríkisins og hins vegar skólagjöldum sem nemendur greiða. Þegar nemendum fækkar harðnar því í ári hjá þessari menntastofnun. Skólagjöldin hafa ekki hækkað frá 2003 nema á upphafsönninni um 100 þúsund, að sögn Hilmars. Þau eru 600 þúsund á önn en 700 fyrir þá fyrstu. „Þetta er lánshæft nám svo allir ættu að geta stundað það þess vegna,“ lýsir hann og segir að þó námið taki tvö ár núna sé stefnt að því að bæta þriðja árinu við. Kvikmyndaskólinn starfar sem háskóli þó hann megi ekki kalla sig því háleita nafni. „Við óskum eftir stúdentum, allir sem sækja um fara í inntökuviðtöl og við gerum undantekningar á stúdentsprófinu ef við sjáum ótvíræða hæfileika sem nýtast í greinina. Þetta er eini kvikmyndaskóli landsins og við erum í alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla, CILECT, þar erum við í flokki með 140 bestu kvikmyndaskólum heims,“ segir Hilmar og tekur fram að gerð hafi verið úttekt á skólanum, bæði faglega og rekstrarlega, áður en hann fékk inngöngu í samtökin árið 2012. „Við erum að kenna nám á háskólastigi og stefna okkar hefur verið í mörg ár að tengjast háskóla á Íslandi.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira