Birta að brjótast gegnum ský blandast eilífri heimþrá Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 11:15 Mér finnst seiglan einkennandi fyrir Íslendinga, enda er Seigla titill einnar myndarinnar,“ segir Ragna. Vísir/GVA „Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira