Fiskidagurinn fer fram í fimmtánda skiptið Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 09:00 Gaman Mikill fjöldi fólks sækir Fiskidaginn mikla árlega. mynd/Auðunn Níelsson Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira