Myndaði dívuna okkar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 11:30 Egill Ólafs og Diddú í Reykholtskirkju að finna út hver eigi heiðurinn af málverkinu. Mynd/Gunnar Karl „Ég hef myndað Diddú í alls konar aðstæðum, á tónleikum, æfingum, dansleikjum og heima við í Mosfellsdalnum,“ segir Gunnar Karl Gunnlaugsson sem stendur fyrir sýningunni Dásemdardagar með Diddú í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Þar eru 43 ljósmyndir auk 14 mínútna vídeóverks. „Dásemdardagarnir voru 1.245 talsins,“ segir Gunnar Karl sem kveðst hafa byrjað myndatökurnar af Diddú árið 2012. En hvað kom til að hann fór að elta söngkonuna á röndum? „Ég sá fyrir nokkrum árum þátt um Kristin Sigmundsson söngvara, þá höfðu einhverjir ljósmyndarar elt hann og tekið vídeó líka. Ég hugsaði, af hverju fylgir enginn Diddú, dívunni okkar, með myndavél? "Við hjónin þekkjum hana ágætlega og ég fór þess á leit að fá að mynda hana þegar hún væri í einhverjum giggjum hér á landi. Upphaflega var ég ekkert að hugsa um sýningu en af því Diddú á merkisafmæli á árinu fór ég að kanna möguleikana og komst þá að því að Listasalur Mosfellsbæjar var laus akkúrat í afmælisvikunni svo þetta small saman,“ segir Gunnar Karl sem á rúmlega 4.000 ljósmyndir af söngkonunni vinsælu og vídeóskot líka. Í vídeómyndinni Diddú örstutt spor, sem Gunnar Karl kveðst hafa fengið vin sinn að hjálpa sér að klippa saman, er meðal annars rætt við samstarfsfólk söngkonunnar, Egil Ólafs, Pál Óskar, Önnu Guðnýju, Magga Kjartans, Valgeir Guðjóns og Kristin Sigmunds. Sýningin er opin fram á föstudag 7. ágúst, milli klukkan 12 og 18. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég hef myndað Diddú í alls konar aðstæðum, á tónleikum, æfingum, dansleikjum og heima við í Mosfellsdalnum,“ segir Gunnar Karl Gunnlaugsson sem stendur fyrir sýningunni Dásemdardagar með Diddú í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Þar eru 43 ljósmyndir auk 14 mínútna vídeóverks. „Dásemdardagarnir voru 1.245 talsins,“ segir Gunnar Karl sem kveðst hafa byrjað myndatökurnar af Diddú árið 2012. En hvað kom til að hann fór að elta söngkonuna á röndum? „Ég sá fyrir nokkrum árum þátt um Kristin Sigmundsson söngvara, þá höfðu einhverjir ljósmyndarar elt hann og tekið vídeó líka. Ég hugsaði, af hverju fylgir enginn Diddú, dívunni okkar, með myndavél? "Við hjónin þekkjum hana ágætlega og ég fór þess á leit að fá að mynda hana þegar hún væri í einhverjum giggjum hér á landi. Upphaflega var ég ekkert að hugsa um sýningu en af því Diddú á merkisafmæli á árinu fór ég að kanna möguleikana og komst þá að því að Listasalur Mosfellsbæjar var laus akkúrat í afmælisvikunni svo þetta small saman,“ segir Gunnar Karl sem á rúmlega 4.000 ljósmyndir af söngkonunni vinsælu og vídeóskot líka. Í vídeómyndinni Diddú örstutt spor, sem Gunnar Karl kveðst hafa fengið vin sinn að hjálpa sér að klippa saman, er meðal annars rætt við samstarfsfólk söngkonunnar, Egil Ólafs, Pál Óskar, Önnu Guðnýju, Magga Kjartans, Valgeir Guðjóns og Kristin Sigmunds. Sýningin er opin fram á föstudag 7. ágúst, milli klukkan 12 og 18. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira