Leikkonan Zooey Deschanel hefur alltaf látið lítið fara fyrir einkalífi sínu en talskona á vegum hennar tilkynnti á dögunum að hún væri búin að eignast barn og gifta sig.
Sá heppni er Jacob Pechenik og eignuðust þau saman heilbrigða stúlku nú á dögunum. Brúðkaupið var haldið í Austin í Texas en hin nýfædda dóttir þeirra er fædd í þeirri borg.
Engan erlendan fjölmiðil grunaði að þau væru orðin hjón, en yfirleitt er erfitt að halda brúðkaupi leyndu í Hollywood. Zooey er þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum New Girl en hún hlaut Emmy-verðlaun og nokkrar Golden Globe-tilnefningar fyrir leik sinn.

